Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
Ljótur er hann úti,
allar jurtir falla,
hríðin hörð og snúðug
hristir bera kvistu;
fjalladalir fyllast
fönn, svo jörð er bönnuð,
hjörðin innan hurða
heyjum verður fegin.
Sigvaldi var mikill vinur Mælifellsárhjóna, sem áður er getið,
og orti margt og mikið um og fyrir þau, m. a. kvæði til Sigurlaug-
ar, er þau hjón fluttu frá Víðimýri að Mælifellsá.
Eitt sinn, er hann var við kennslu á Mælifellsá, bar svo við, þegar
húsfreyja var að leggja á borð, að sonur hennar á óvitaaldri tók
skeið af borðinu og fór að leika sér að. Segir þá móðir hans byrst.
„Litli drengur, láttu skeiðina vera!" Varla hafði hún orðinu sleppt,
er Sigvaldi segir:
Mamma þannig mælti reið,
mjög svo höst í orði:
„Litli drengur, láttu skeið
liggja kyrra á borði!"
Mýkti vísan úr fyrir barninu. Sagði mér fósturamma mín, áður-
nefnd Björg, að Sigvaldi hefði verið síyrkjandi, er vel lá á honum.
Hann var skriftarkennari hennar og jafnframt Stefáns Guðmunds-
sonar, sem síðar varð kunnur undir nafninu Stephan G. Stephans-
son, en vinátta mikil var með þeim Mælifellsárhjónum og Guð-
mundi og Guðbjörgu, foreldrum Stephans. Má segja, að Björg og
hann ælust upp saman. Foreldrar beggja flytja í Mælifellsá árið
1860; áður hafði Einar búið á Víðimýri (frá 1851), en Guðmund-
ur á Kirkjuhóli, svo sem kunnugt er.
Stephan þótti baldinn nemandi, einkum þó föður sínum. Guð-
mundur var greindarmaður, en kaldlyndur og tók oft í strákinn,
sem mat móður sína miklu meir, og var svo einnig um Björgu,
enda höfðu bæði ástríki mikið af mæðrum sínum. Taldi Björg full-
180