Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 183
SIGVALDI SKAGFIRÐINGUR
víst, að Stephan hefði síðar fellt niður föðurnafn sitt sökum þess
stirðleika í sambúð, sem var með þeim feðgum.1 — En þetta var
útúrdúr. Eftirfarandi skeyti sendi Sigvaldi skáldefninu, sem senni-
lega hefur ekki verið þess umkomið þá að svara fyrir sig:
Þú ert stirður, Stebbi minn,2
stafi að mynda þína,
lítill virðist vilji þinn
vinum hlýðni að sýna.
Sigvaldi var listaskrifari, eins og fyrr segir, hafði ánægju af
skriftum og lagði sérstaka alúð við skriftarkennsluna. Er þess getið,
að hann hafi haft mikla ánægju af að kenna stúlkubörnum að draga
til stafs, en lítið var oft á þeim árum hugsað um slíka kennslu þeim
til handa. Margar vísur hans fjalla um skriftarkennsluna:
Mér þú gegnir mjög svo tregt
má þig hirta betur;
hefur þú svo háðulegt
hrossa- og tröllaletur.
Rétt ef viltu ritað fá,
ráðum fylgdu mínum:
Hug og auga haf þú á
höndum smáum þínum.
Um Elínu Briem er þessi vísa, sem skýrir sig sjálf:
Elín mín! þú átt að þegja,
enga styrjöld vekja hér.
Skyldi nokkur skarlatseyja
skammta, fyrr en soðið er?
1 Stephan skýrir sjálfur svo frá á einum stað, að nafni sínu hafi hann
breytt af hagkvæmisástæðum.
2 I ljóðakveri Sigvalda stendur: Stefáu minn.
181