Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 186
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann leitaði tveggja lækna vegna þessa, Boga Péturssonar á
Sjávarborg og Sveins Sölvasonar, smáskammtalæknis í Skarði. Ar-
angrinum lýsir hann svo:
Bræður góðir! bágt er að heyra,
böl úr hófi tekur að keyra,
læknar vorir loku frá eyra
Ieyst ei geta, — því síður meira.
Hirðis fleina heyrast kvein,
hann ég meina, að bráðum deyi,
búinn að reyna Boga og Svein,
bætur meina fær þó eigi.
Sigvaldi mun hafa getið sér rétt til, eyrnameinið boðaði honum
feigð.
Vorið 1877 fluttist hann ásamt konu sinni í húsmennsku að
Bergsstöðum í Hallárdal, og þar andaðist hann hinn 1 3. janúar ár-
ið 1879.’ Hann varð mörgum harmdauði, enda vinmargur og hafði
ekki átt í teljandi útistöðum um dagana — nema við sjálfan sig.
Heimildir:
Frásagnir Bjargar Einarsdóttur og Stefaniu Ferdínandsdóttur;
Ljóðmæli eftir Sigvalda Jónsson Skagfirðing, Rvík 1881; Finn-
ur Jónsson: Þjóðhættir, Ak. 1945; Kristleifur Þorsteinsson: Ur
byggðum Borgarfjarðar II, Rvík 1948: Ævisaga Gísla Konráðs-
sonar, Rvík 1911—14; Saga frá Skagfirðingum (hdr.); Æctir
Skagfirðinga eftir Pétur Zóphoníasson, Rvík 1914; Sagnaþættir
Gísla Konráðssonar, Rvík 1946.
1 Dánarár hans í íslenzkum æviskrám — 1883 — er rangt og einnig
dánarstaður, Bergsstaðir í Svartárdal.
184