Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 55
MÚLAÞING
53
Fræðimenn telja (Saga 1972) að á 14. öld hafi verið um 80
Juísund manns hér á landi. Þótt vitað sé að Norður- og Sunnlend-
ingafjórðungar hafi verið mannflestir, sætir j?að engum ólíkindum
að tíundi hluti íbúanna hafi verið á Austurlandi eða að par hafi
verið um 1000 býli miðað við að 8 manns hafi verið á hverju býli,
sem er sennilega langt ofan við meðallag. Hafi þriðji hver þessara
bænda orðið að leita til annarra, t. d. Eiðabónda um kaup á nauð-
synlegu jámi til búsýslunnar. m. a. vegna síminnkandi skóga, eins
og áður hefur verið minnst á, pá hefur árleg eftirspum numið um
3330 kílógnömmum, 3,3 smálestum, miðað við að um 10 kg. hafi
þurft á heimili að meðaltali, eins og áður hefur verið minnst á.
Vísast hefur þessi eftirspurn verið allmiklu meiri miðað við það,
sem áður hefur verið sagt um erfiðleika á pví að vinna jám, þar
sem hvort tveggja þurfti til, góðan rauða og gnægð kola og svo
virðist sem Austurland hafi verið mun fjölbyggðara en síðar varð
sbr. Fljótsdæla sögu þar sem talað er um 170 bónda land í Út-
mannasveit þar sem nú er Eiðaþinghá, pó ekki öll, og Hjaltastaða-
þinghá. (Fljótsd. s. fsl. fornrit XI. 218).
Hverju nam auðlegðin?
Þá er að lokum komið að síðustu spurningunni sem upp vakt-
ist við Smiðjuhólinn á Eiðum. Hverju nam auðlegðin, sem ísams
meiðum, þeim Eiðabændum tókst að krefja hinn vindgráðuga
smiðjubelg um á árabilinu frá 1305, þegar Benedikt finnur engan
sérstakan auð í Eiðagarði og til ársins 1436, er það liggur vottfest
fyrir að þeir eru orðnir mestu auðmenn landsins.
Á þessum 130 árum hefðu þeir getað framleitt 560 smálestir
af jámi í samskonar bræðsluofni og Mýnessbóndi notaði með
100 daga bræðslu árlega, miðað við fimm bræðslur á dag eins og
hjá Austurdalsbóndanum.
Samkvæmt pví sem áður sagði um hugsanlega kaupendur og
magn þess jáms, sem selt var árlega, hefðu Eiðabændur selt á
þessu tímabili 330 smálestir. Þær eitt hundrað og sjötíu til ellefu
hundruð og sjötíu smálestir járns, sem upp á vantar til þess að
allur gjallhaugurinn komist til skila, verða látin liggja á milli hluta.
Áður en endanlega er hægt að slá verði á þessar jámsmálestir,