Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 17
MULAÞING
15
af Geir Zoéga 1956 og gegnir því til 1976. Þá tekur Snæbjörn Jónasson
við starfi vegamálastjóra og hefir gegnt því síðan.
A síðustu áratugum hefir risið upp hópur kunnáttumanna í vegagerð,
verkfræðingar, tæknifræðingar, mælingamenn, verkstjórar og stjórn-
endur margs konar vinnuvéla. Landinu hefir verið skipt í umdæmi og
er yfirverkfræðingur fyrir hverju umdæmi, síðan skipting þessi varð
1972. Sérstök brúarlög voru samþykkt árið 1919. Þær brýr er samkvæmt
þeim yrðu byggðar skyldu vera úr varanlegu efni, járni eða járnbentri
steypu. Yfirumsjón með öllum brúargerðarframkvæmdum annaðist
yfirverkfræðingur. Því starfi gegndi Arni Pálsson frá 1946 - 1967, en
Árni hóf starf sem verkfræðingur hjá vegagerðinni árið 1925.
Hér austanlands eins og annars staðar voru það landsverkfræðingarn-
ir Sigurður Thoroddsen og Jón Þorláksson, sem ákváðu vegarstæðin
og létu mæla fyrir vegum og brúm á tímabilinu 1893 - 1917. Eftir það
voru fleiri verkfræðingar kvaddir til þessara starfa. Jón J. Víðis er hér
eitthvað við vegmælingar, hann vinnur hjá vegagerðinni frá 1922, aðal-
lega á Suður- og Vesturlandi. Hannes Arnórsson verkfræðingur starfar
hjá vegagerðinni 1926 til æviloka 1948. Hann ákveður vegarstæði og
mælir fyrir vegum hér austanlands frá 1932 eða fyrr. Hannes og Jón
Þorláksson voru bræðrasynir. Við þessu starfi af Hannesi hér eystra
tekur Sveinn K. Sveinsson 1948 og gegnir því til 1954. Árin 1955 til
1957 eru í þessu verki verkfræðingarnir Karl Ómar Jónsson og Vil-
hjálmur Þorláksson. Helgi Hallgrímsson verkfræðingur starfar á þessu
svæði frá 1958 til 1965, þá tekur við af honum Eymundur Runólfsson
verkfræðingur til 1972. Einar Þorvarðarson tekur við þessu starfi af
Eymundi 1972 og verður fyrsti umdæmisverkfræðingur sem ráðinn er
með búsetu á svæðinu. sem nær yfir allt Austurlandskjördæmi. Hann
er búsettur á Reyðarfirði. Með honum starfa tveir tæknifræðingar fast-
ráðnir. Fyrstur í því starfi var Jón Júlíusson, nú bóndi á Mýrum í
Skriðdal. Hilmar Finnsson hefir gegnt þessu starfi lengi, með honum
starfar nú Sveinn Sveinsson. Fleiri tæknifræðingar hafa komið við þessa
sögu hér eystra.
Um áhöld, áhaldahús, verkstjórn o. fl.
í upphafi vegagerðar hérlendis voru að sjálfsögðu einu verkfærin
rekuspaðinn, járnkarl og handbörur. Ofaníburður, ef einhver var. var
fluttur á reiðingshestum í mykjukláfum.
Síðasta áratug 19. aldar sá Páll Jónsson frá Elliðakoti um vegagerð