Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 37
MULAÞING 35 upp Jökuldal og komst um haustið langleiðina að Gilsá innan við Skjöldólfsstaði. Það er löng leið en vegarstæði víðast hvar gott og nokkuð hafði verið unnið að vegabótum á þessari leið meðan hún var póstleið, og brýr byggðar á Rjúkandi og Teigará eins og áður segir. Margar fleiri þverár er falla í Jöklu eru á þessari leið, en aka mátti yfir þær sumar, en aðrar voru til bráðabirgða brúaðar með timbri. Þetta var að sjálfsögðu lítt uppbyggður vegur, enda handverkfærum einum til að dreifa, og mölinni ekið á kerrum sem hestar drógu. Geir Zoéga vegamálastjóri réði verkstjórann sem sá um þetta verk, er var með þeim stærri í vegagerð er þá þekktist hér um slóðir. Verk- stjóri þessi var Einar Jónsson. Hann átti eftir að inna af hendi mikið og gott starf í þágu vegagerðar hér eystra, eins og áður segir. Margar hendur unnu að vegarlagningunni á Jökuldal sumarið 1933. Einar skipti liðinu í flokka og setti mann yfir hvern hóp og nefndust þeir menn flokksstjórar. Sigurður Sigbjörnsson frá Ekkjufelli, búsettur á Reyðar- firði, var einn meðal þeirra, önnur hönd Einars og lengi verkstjóri í vegagerðinni. Magnús Arngrímsson frá Eskifirði var meðal flokksstjór- anna, einnig síðar lengi verkstjóri hjá vegagerðinni á ýmsum stöðum. Enn má nefna Pétur Sigurðsson frá Hjartarstöðum, er síðan var verk- stjóri í nokkur ár hjá vegagerðinni og fleirum. Auðunn hét einn þessara flokksstjóra, hann var frá Akranesi og hvarf þangað aftur. Hér austan- lands var um þetta leyti staðsett ein vörubifreið, U 2 sem vegagerðin átti. Bifreið þessi kom hingað austur vorið 1931 og var staðsett á Reyðarfirði, ökumaður Sigurður Sveinsson. Bifreið þessi var mikið í flutningum á efni og vistum til flokkanna og eitthvað í malarakstri ef svo bar undir. Sumarið 1934 var undir yfirstjórn Einars framhaldið vegarlagning- unni frá Skjöldólfsstöðum norður yfir öræfin til Möðrudals, en þar í grennd mættust flokkar austan- og norðanmanna. þeirra er hófu lagn- ingu vegar um Hólssand árið áður, verkstjóri þeirra var Kristján Sig- urðsson á Grímsstöðum. Þetta haust komst því á akvegarsamband til Norðurlands. Til þess að svo mætti verða voru byggðar um sumarið brýr á Gilsá innan við Skjöldólfsstaði og Víðidalsá neðan við Ármótasel, brúarsmiður var Sigurður Björnsson, hann sá um brúarbvggingar víða. m. a. hér aust- anlands. Seint í september þetta haust 1934 var Gilsárbrúin vígð með tilheyrandi viðhöfn og um leið formlega opnaður vegurinn milli Norður- og Austurlands. Voru við það tækifæri ýmis stórmenni þar samankom- inn auk heimamanna, s. s. Geir Zoéga vegamálastjóri, Hannes Árnason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.