Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 37
MULAÞING
35
upp Jökuldal og komst um haustið langleiðina að Gilsá innan við
Skjöldólfsstaði. Það er löng leið en vegarstæði víðast hvar gott og
nokkuð hafði verið unnið að vegabótum á þessari leið meðan hún var
póstleið, og brýr byggðar á Rjúkandi og Teigará eins og áður segir.
Margar fleiri þverár er falla í Jöklu eru á þessari leið, en aka mátti
yfir þær sumar, en aðrar voru til bráðabirgða brúaðar með timbri.
Þetta var að sjálfsögðu lítt uppbyggður vegur, enda handverkfærum
einum til að dreifa, og mölinni ekið á kerrum sem hestar drógu.
Geir Zoéga vegamálastjóri réði verkstjórann sem sá um þetta verk,
er var með þeim stærri í vegagerð er þá þekktist hér um slóðir. Verk-
stjóri þessi var Einar Jónsson. Hann átti eftir að inna af hendi mikið
og gott starf í þágu vegagerðar hér eystra, eins og áður segir. Margar
hendur unnu að vegarlagningunni á Jökuldal sumarið 1933. Einar skipti
liðinu í flokka og setti mann yfir hvern hóp og nefndust þeir menn
flokksstjórar. Sigurður Sigbjörnsson frá Ekkjufelli, búsettur á Reyðar-
firði, var einn meðal þeirra, önnur hönd Einars og lengi verkstjóri í
vegagerðinni. Magnús Arngrímsson frá Eskifirði var meðal flokksstjór-
anna, einnig síðar lengi verkstjóri hjá vegagerðinni á ýmsum stöðum.
Enn má nefna Pétur Sigurðsson frá Hjartarstöðum, er síðan var verk-
stjóri í nokkur ár hjá vegagerðinni og fleirum. Auðunn hét einn þessara
flokksstjóra, hann var frá Akranesi og hvarf þangað aftur. Hér austan-
lands var um þetta leyti staðsett ein vörubifreið, U 2 sem vegagerðin
átti. Bifreið þessi kom hingað austur vorið 1931 og var staðsett á
Reyðarfirði, ökumaður Sigurður Sveinsson. Bifreið þessi var mikið í
flutningum á efni og vistum til flokkanna og eitthvað í malarakstri ef
svo bar undir.
Sumarið 1934 var undir yfirstjórn Einars framhaldið vegarlagning-
unni frá Skjöldólfsstöðum norður yfir öræfin til Möðrudals, en þar í
grennd mættust flokkar austan- og norðanmanna. þeirra er hófu lagn-
ingu vegar um Hólssand árið áður, verkstjóri þeirra var Kristján Sig-
urðsson á Grímsstöðum.
Þetta haust komst því á akvegarsamband til Norðurlands. Til þess
að svo mætti verða voru byggðar um sumarið brýr á Gilsá innan við
Skjöldólfsstaði og Víðidalsá neðan við Ármótasel, brúarsmiður var
Sigurður Björnsson, hann sá um brúarbvggingar víða. m. a. hér aust-
anlands. Seint í september þetta haust 1934 var Gilsárbrúin vígð með
tilheyrandi viðhöfn og um leið formlega opnaður vegurinn milli Norður-
og Austurlands. Voru við það tækifæri ýmis stórmenni þar samankom-
inn auk heimamanna, s. s. Geir Zoéga vegamálastjóri, Hannes Árnason