Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 57
MUI.AMNG
55
Hliðarvegir heim að bæjum í Eiðaþinghá voru og eru enn mest
sýsluvegir. Gerðir voru þeir akfærir á tímabilinu 1930 - 1953. Brú á
Gilsá hjá Gilsárteigi fyrst gerð úr timbri 1938, en hún sligaðist undan
snjóþunga 1951. Var endurbyggð úr steinsteypu 1952 og brú á sömu
á hjá Hjartarstöðum steypt 1953. Sigurður Jónsson sá um smíði beggja
þessara brúa.
Akfær vegur þokast áfram frá mörkum Eiðahrepps út eftir Hjalta-
staðarhreppi og er kominn út hjá Bóndastöðum um 1944. Selfljót brúað
niður af Hjaltastað 1945 og um leið Hjaltastaðalækur og Bóndastaða-
lækur. Brúarsmiður Jónas Þórarinsson frá Hrafnabjörgum.
Upphaflega lá þjóðvegurinn um Hjaltastað, Dali, yfir Bjarglandsá
hjá Sandbrekku og áfram með bæjum að Ósi, þaðan um Gönguskarð
til Njarðvíkur. Með vegalögum 1947 var þjóðleiðinni breytt þannig að
hún skyldi liggja um Bóndastaði, Ásgrímsstaði og austur um Eyjar yfir
Selfljót hjá Heyskálum að Ósi og yfir Vatnsskarð til Njarðvíkur. Þjóð-
vegur helzt þó áfram yfir Selfljótið hjá Hjaltastað og orðið akfært
þangað 1947 og um Dali að Sandbrekku akfært um 1954, þar er nú
vegarendi. Á nyrðri leiðinni var akvegur kominn út hjá Hóli 1948, að
Unaósi um 1950 og yfir Vatnsskarð til Njarðvíkur 1955. Selfljót var
fyrst brúað hjá Heyskálum 1936. Var sú brú að miklu leyti gjörð af
rekaviði, sem fleytt var inn eftir fljótinu. Sigurður Björnsson sá um
brúargerð þessa, hann var þekktur brúarsmiður víða um landið.
Illa vildi brú þessi duga. Þegar frostið náði tökum á stólpunum lyftist
brúin og allt gekk úr skorðum, þannig að lagfæra þurfti brúna strax
árið eftir að hún var byggð og aftur var hún endurbætt árið 1945, það
gerði Jónas frá Hrafnabjörgum. Enn er brúin lagfærð 1947 og endur-
byggð er hún 1951 og eru þá stöplarnir steyptir, enda fór þá brúin að
hafa frið, Sigurður Jónsson var þá brúarsmiður, enn er það 1965 að
Sigurður endurnýjar gólf og handrið brúarinnar.
Misjafnlega vel gekk að koma akfærum vegum heim á bæi í Hjalta-
staðaþinghá, sem sýsluvegir kallast, því alltaf hefir fé til þeirra verið
af skornum skammti. Akfært í Kóreksstaði og að Jórvíkurbæjum um
1955. Brýr úr steinsteypu byggðar á Staðará og Gerðisá 1956, vann
Sigurður Jónsson það verk. í Rauðholt akfært 1957, Ánastaði 1963,
að Hreimsstöðum ekki fyrr en 1972. Ruðningsvegur í Dratthalastaði
1946 og í Ekru 1960. Þessa leið lagður góður vegur á árunum 1971 -
1972 í sambandi við Lagarfossvirkjun, kallaður Lagarfossvegur. Þá var
Lagarfljót brúað þar við fossinn til mikilla hagsbóta fyrir samgöngur
á Úthéraði og til Borgarfjarðar.