Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 98

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 98
96 MÚLAÞING fór líka svo að þegar báturinn lyftist á næstu öldu þá kippti hann stjóranum úr festunni, en um leið saup sökkhlað- inn báturinn á að aftan og það skipti engum togum að hann fyllti og hvolfdi síðan og úr honum allur aflinn. Báturinn maraði síðan í sjólokunum á réttum kili. Öllum mönnunum tókst að komast í bátinn aftur og höfðust þeir við í stafnsetunum, tveir í hvorri. Þeir tóku síðan að kalla til að gera bátsverjum á hinum bátnum aðvart um hvernig komið væri. Þeir útbæingar heyrðu að vísu óminn af köllum austurbæinga en veittu þeim enga sérstaka athygli, því að það var alvanalegt að þeir væru með hávaða á sjónum. Það var ekki fyrr en undir kvöld, þegar útbæingar héldu heim á leið, að þeir veittu því athygli að ekki var allt með felldu á austurbæjabátnum og fóru að huga að hverju það sætti. Þegar þeir komu að bátnum voru tveir mann- anna látnir. Sá þriðji var með lífi en gaf upp öndina í fjörunni á Snotrunesi. Sá eini sem af komst og var til frásagn- ar um þennan atburð hét Snjólfur og bjó síðar að Þrándarstöðum. Hann lét aldrei uppskátt hvor bændanna það var sem réði því að síð- asti hákarlinn var skorinn upp í bátinn. 25. sept. 1984, Magnús Þorsteinsson. skipinu og hvolfdi, því mennirnir sátu of hátt, drógust þeir þá á kjöl, og var Halldór að mestu þrotinn. Þegar hinir sáu mennina í stöfnum, töldu þeir víst, að þeim hefði borizt á, skáru frá sjer 1(1 hákarla og reru til hjálpar. Var Halldór með litlu lífi þegar þeir náðust og andaðist skömmu seinna, en Stefán nærri heyrnarlaus og mállaus, gat þó róið sjer til hita í land. Alls höfðu þeir verið meira en 2 stundir í háskanum. - Það má fullyrða, að ískuldinn í sjónum hafi einkum flýtt dauða þessara manna, því enginn þeirra drakk sjó sjer til bana. Það var mikil eptirsjá að þessum bændum, sem hér fórust, öllum vandamönnum þeirra og vinum og sveitinni. - Þeir höfðu verið fá- gætir vinir frá barnæsku og samtaka í öllu góðu. Stilltir voru þeir og háttprúðir og vin- fastir, beztu húsfeður og mestu reglumenn; vini völdu þeir eptir sjer, og voru vandir að valinu. Þeir voru framsýnir búmenn og drjúgir í öllum framkvæmdum. Hvert verk sem mátti unnu þeir á sínum tíma og geymdu ekki næsta degi. Jafnan lofuðu þeir litlu, en efndu meira. Heimili þeirra voru orðlögð fyrir siðprýði og reglusemi eins og sjálfir þeir. Það mundi eng- um kunnugum hafa dottið í hug, að þeir mundi farast á sjó fyrir nokkur misgrip. því þeir voru taldir einir beztu sjómenn og manna varasam- astir - en reynslan virtist sýna, að á síðustu æfistundinni hefði það verið blindað fvrir þeim, er til bjargar horfði. Skrifað 10. júlí 1858. S. G. Um heimildargildi greinar S. G. er ástæðulaust að fjasa. Hún er rituð þegar eftir slysið, en vera kann að ýmsum komi á óvart hversu óverulegt það er sem ber í milli ritaðrar samtímaheimildar og munnlegr- ar geymdar sögunnar í Höfn, enda má segja að greinin og sagan bæti hvor aðra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.