Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 159

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 159
MULAÞING 157 Fljótsdalshéraðs. Fékkst þannig talsvert verkefni. En þá brást plógmað- urinn. Var þá haldið áfram að safna verkefni til næsta árs, og fyrir vorfundi stjórnarinnar 1912 lá fyrir verkefni frá 21 bónda úr 6 - 7 hreppum Héraðsins, alls 61 dagslátta eða tæpar 2!/io dagsláttu á mann að meðaltali. Mér hafði boðizt ágætur plógmaður, Pétur Sigurðsson frá Hjartarstöðum í Eiðahreppi. En skilyrði hans var full sumarvinna, sem hann áætlaði allt að 100 dagsláttum. Og nú átti þessi fundur m. a. að athuga hvort verkefni væri nægilegt til þess að koma á plægingunum. Þegar svo upp kom, að hið löfaða verkefni aðeins var Vs af því sem þurfti, setti alla hljóða. Og mega þeir eiga, samstarfsmenn mínir í stjórninni, þeir voru daufir í dálkinn og þótti mjög miður. Þessi fundur var, eins og allir aðrir stjórnarfundir Sambandsins, haldinn heima hjá mér, og nú á skrifstofu minni í nýja Jaðarshúsinu. Og mér er hann svo minnisstæður, að eg nú sé fyrir mér í hverri röð við sátum kringum hið stóra skrifborð mitt. Öllum okkur fannst bersýnilega eins og okkur hefði verið rekinn rokna-löðrungur. En eftir nokkurrar stundar þögn kom rödd frá öðrum meðstjórnanda, eg held Gunnari Pálssyni, að þær væru þá víst búnar plægingarnar í ár eins og fyrri daginn, og tók eg dauflega undir að svo liti út. Gall þá við rödd þáverandi ráðunauts Sambandsins, er eg hafði boðað á fundinn. Hann var Benedikt G. M. Blöndal, ungur fjörmaður, röskur og orðhvatur, ef svo bar undir. Röddin sagði: „Ja, pöntun er enn ókomin frá Vallanesprestinum.“ Hvatvísi hans greip mig svo, að eg hafði hálfgaman að. Eg hafði vitanlega ekki lagt fram til sjálfs mín pöntun, vegna þess að eg ætlaði ekki að keppa við aðra, ef nægt verkefni kæmi, enda gat eg verið sjálfbjarga með plægingar ef þyrfti. Hins vegar var mér alltaf innan handar að taka eitthvert lítilræði ef til vantaði. En hvatvísi Benedikts hafði vakið hjá mér eitthvert sambland af alvöru og glettni. Eg stóð upp úr sæti mínu, gekk stundarkorn um gólf í hægðum mínum og hugleiddi málið. Enginn sagði orð. Eg var ekki í vafa um, að hér væri um líf eða dauða plægingarhugmyndarinnar að tefla. Ef Sambandið gæti ekki ráðið við eða hagnýtt þetta allverulega verkefni, sem fyrir lá, yrði þar með lokið sögu plæginganna. Hins vegar stóðu fyrir dyrum hjá mér þetta sumar lokaátökin við byggingarnar á Jaðri. Þannig var alvaran. En glettnin svaraði - að bæta þar við plægingarkostnaði á allt að 40 dagsláttum, samsvaraði tveimur stórum túnum, hvað er það í svo mikilli mjólk? Og glettnin sá fyrirfram, að allar þær tröllasögur, sem upp kæmu um slíkt á eftir og sem hún vissi hverrar tegundar yrðu, mundu algjörlega bjarga við og tryggja framtíðarplægingar. Eg var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.