Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 167
MULAÞING
165
réði ríkjum. Allt frá byrjun og öll hin liðnu 17 ár hafði Sambandið í
rauninni ekkert verið nema stjórnin. Fulltrúafundir voru fyrst ogfremst
nauðsynlegt form, en að öðru leyti komu fulltrúar þar saman til þess
að læra og þiggja. Ef nú skyldi höfð hausavíxl á þessu, þá gat eg ekki
verið með. Eg vildi ekki hanga í formannssæti, þegar eg gæti ekki
lengur leitt starfsemi Sambandsins, og bera ábyrgð á ráðsályktunum
annarra. Grundvallarhugsunin var hér sú sama, sem komið hafði fram
hjá mér liðugum tveimur árum á undan. Þá hafði einhverjum þing-
mönnum dottið í hug að fá mig fyrir fjármálaráðherra. Eg svaraði
ítrekuðum málaleitunum forgöngumanns þeirra við mig: „Það er ekki
til neins. Það stæði aðeins eitt þing. Eg teldi mig þá bera siðferðilega
ábyrgð á fjárhag landsins og ekki þola breytingar á fjárlagafrumvarpi
til verulegs spillis heildarútkomu fjárhagsins. Það mundi hreppapólitík-
in á þingi ekki þola. Afleiðing: Eg segði þegar af mér af þeirri ástæðu,
að eg viidi ekki bera ábyrgð á fjármálaráðstöfunum annarra manna,
enda ekki kunna við mig í slíku sæti hafandi engin áhrif á fjárhaginn,
að vera aðeins til sýnis í falskri aðstöðu, leiksoppur manna og aðeins
nafnið tómt.“
Fyrir undanfærslu mína fór þetta aldrei lengra, og hef eg aldrei séð
eftir því. En afleiðingarnar af því, sem gerðist þarna á Sambandsfund-
inum urðu tvær: Að Austurland fór á mis við heiðurinn af því að verða
fyrst til að innleiða hina amerísku traktora hér á landi og að landið í
heild missti af hagnaðinum við notkun slíkrar vélar um c. 20 ára skeið.
Og ekki kæmi mér á óvart, að Austurland yrði allra landshluta síðast
að eignast traktor í stað þess að vera þar brautryðjandi. Um sjálfan
mig mætti vitanlega líka segja, að eg hafi verið alltof langt á undan
tímanum, en það var eg í mörgu fleira en þessu, og mætti ef til vill
um sumt af því segja - því miður. Þannig orsakaðist þá og varð við-
skilnaður minn við Búnaðarsambandið, og má segja að það væri tíma-
bært, þar sem mig vantaði þá liðugt ár í sextugt og var orðinn svo
gigtveikur, að eg gat búizt við að verða að láta af embætti þá og þegar
af þeim sökum, enda fór eg frá Vallanesi eftir fjögur ár. Og í rauninni
hafði eg meir en lokið því, er í upphafi hafði vakað fyrir mér: að
afsanna það að jörð á Austurlandi væri óplægjandi, sem menn þar
voru svo hjartanlega sannfærðir um, að með engu varð breytt nema
sjóninni einni. Aðeins leiddist mér að geta ekki komið af stað vélajarð-
yrkju, áður en egskildi við garðana í Gröf. En ekki verður áallt kosið.
Loks skal getið nokkurra eftirmæla, er eg hef enzt til að sjá og fá,
af því að eg er nú orðinn svo gamall sem á grönum má sjá. Aftan við
11*