Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 172

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 172
170 MÚLAÞING fann þó ýmislegt annað í kynnum sínum við menntasetrið sem brátt verður getið. Þórhallur sagði að Þorsteinn hefði farið aftur í Bót eftir skólaveturinn og verið þar eitt ár eða tvö, en komið síðan sem vinnumaður í Eiða 1907 eða 1908 - alkominn. Um störf hans og breytni hef eg rissað upp eftir Þórhalli: Hann var hafður bæði í Bót og á Eiðum heldur í skranverkum. Rati við fé, en betri kúahirðir, enda löngum í fjósi. Hann var notaður til aðdrátta, sótti eldivið, sem hann bar heim úr svarðarhlöðum utantúns. Einnig fór hann í kaupstaðarferðir á Seyðisfjörð, oftast með öðrum, en þó stöku sinnum einn. Hann fór t. d. einn þegar hann var sendur eftir asfaltinu sumarið 1908 þegar skólahúsið var byggt. Asfaltið er tjörutegund sem notuð var til rakavarnar við bygginguna. Ferðin gekk vel, en Þorsteinn kom ekki með asfalt til baka, heldur afsalt, þ. e. notað salt, sem stundum var dreift í hrakið þurrhey svo að verkaðist betur og yrði lystugra. Þarna urðu stafavíxl hjá Þorsteini - asfalt - afsalt.1) Vatnsleiðsla var lögð í nýja skólahúsið 1908 úr brunni skammt frá skólanum. Ekki var um sjálfrennandi vatn að ræða og því fengin dæla - svokölluð vængjadæla - til að lyfta vatninu úr kjallara upp í geymi á efstu hæð. Þetta var handdæla, og það kom í hlut Þorsteins að standa við þessa dælu langtímum saman hvern dag og knýja vatnið upp í geyminn. Þetta starf rækti hann af svo einstakri alúð að við var brugðið. Þegar lögð var leiðsla með sjálfrennandi vatni árið 1931 urðu allir fegnir - nema Þorsteinn. Hann var fremur verkasmár, sagði Þórhallur, og ekki laus við sjálf- hlífni í störfum sem ekki áttu við hann. Þó mátti segja að hann væri nokkuð drjúgur verkmaður. Óverklaginn. Hey sem hann batt vildi lenda úr böndunum, og hann átti erfitt með að leggja aktygi á hest. Hann var ekki mikill sláttumaður, en beit þó vel. Nautaverkin voru aðalstarf hans alla tíð. Þorsteinn naut yfirleitt velvildar manna er óhætt að segja, en hreint og beint ástsældar þeirra dýra sem hann hirti og annaðist. Kýrnar fögnuðu honum með bauli þegar hann kom í fjósið, svín rýttu og jafnvel hænsn létu til sín heyra. Þegar íbúum fjóssins var hleypt út á vorin eltu þau Þorstein, kálfar, grísir o. s. frv. og þetta kvað stundum ') Eg hef sett þessa asfalt-afsaltssögu í uppskriftina eftir Þórhalli, en líklega hefur hún ekki gerst byggingarárið 1908. A. m. k. getur Þorsteinn þess ekki í dagbókinni sem síðar verður getið, að hann færi á Seyðisfjörð það sumar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.