Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 172
170
MÚLAÞING
fann þó ýmislegt annað í kynnum sínum við menntasetrið sem brátt
verður getið.
Þórhallur sagði að Þorsteinn hefði farið aftur í Bót eftir skólaveturinn
og verið þar eitt ár eða tvö, en komið síðan sem vinnumaður í Eiða
1907 eða 1908 - alkominn. Um störf hans og breytni hef eg rissað upp
eftir Þórhalli:
Hann var hafður bæði í Bót og á Eiðum heldur í skranverkum. Rati
við fé, en betri kúahirðir, enda löngum í fjósi. Hann var notaður til
aðdrátta, sótti eldivið, sem hann bar heim úr svarðarhlöðum utantúns.
Einnig fór hann í kaupstaðarferðir á Seyðisfjörð, oftast með öðrum,
en þó stöku sinnum einn. Hann fór t. d. einn þegar hann var sendur
eftir asfaltinu sumarið 1908 þegar skólahúsið var byggt. Asfaltið er
tjörutegund sem notuð var til rakavarnar við bygginguna. Ferðin gekk
vel, en Þorsteinn kom ekki með asfalt til baka, heldur afsalt, þ. e.
notað salt, sem stundum var dreift í hrakið þurrhey svo að verkaðist
betur og yrði lystugra. Þarna urðu stafavíxl hjá Þorsteini - asfalt -
afsalt.1)
Vatnsleiðsla var lögð í nýja skólahúsið 1908 úr brunni skammt frá
skólanum. Ekki var um sjálfrennandi vatn að ræða og því fengin dæla
- svokölluð vængjadæla - til að lyfta vatninu úr kjallara upp í geymi
á efstu hæð. Þetta var handdæla, og það kom í hlut Þorsteins að standa
við þessa dælu langtímum saman hvern dag og knýja vatnið upp í
geyminn. Þetta starf rækti hann af svo einstakri alúð að við var brugðið.
Þegar lögð var leiðsla með sjálfrennandi vatni árið 1931 urðu allir
fegnir - nema Þorsteinn.
Hann var fremur verkasmár, sagði Þórhallur, og ekki laus við sjálf-
hlífni í störfum sem ekki áttu við hann. Þó mátti segja að hann væri
nokkuð drjúgur verkmaður. Óverklaginn. Hey sem hann batt vildi
lenda úr böndunum, og hann átti erfitt með að leggja aktygi á hest.
Hann var ekki mikill sláttumaður, en beit þó vel.
Nautaverkin voru aðalstarf hans alla tíð.
Þorsteinn naut yfirleitt velvildar manna er óhætt að segja, en hreint
og beint ástsældar þeirra dýra sem hann hirti og annaðist. Kýrnar
fögnuðu honum með bauli þegar hann kom í fjósið, svín rýttu og
jafnvel hænsn létu til sín heyra. Þegar íbúum fjóssins var hleypt út á
vorin eltu þau Þorstein, kálfar, grísir o. s. frv. og þetta kvað stundum
') Eg hef sett þessa asfalt-afsaltssögu í uppskriftina eftir Þórhalli, en líklega hefur hún
ekki gerst byggingarárið 1908. A. m. k. getur Þorsteinn þess ekki í dagbókinni sem
síðar verður getið, að hann færi á Seyðisfjörð það sumar.