Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 174
172
MÚLAÞING
fór villur vegar og kom fram á Árnastöðum, innsta bæ í Loðmundarfirði
sunnan Fjarðarár. Þar gerði hann vart við sig og var boðið inn. Það
vildi hann ekki þekkjast en bað um svaladrykk. Síðan hélt hann tafar-
laust af stað og vildi nú ekkert eiga lengur undir ótroðnum slóðum,
heldur krækti alla leið út á alfaraleið yfir Hjálmardalsheiði, en það er
mikill krókur. Þegar hann kom á réttina inn við bæinn Fjörð við fjarð-
arbotn var drætti að ljúka. Engum sögum fer af heimförinni með kind-
urnar, en vafalaust hefur hann farið Vestdalsheiði. Eftir að heim kom
og vitnaðist um villu hans hugðust einhverjir stríða honum á og spurðu
ísmeygilega hvaða erindi hann hefði átt í Loðmundarfjörð. „Eg þurfti
að fá mér að drekka,“ svaraði Þorsteinn. (Þórarinn Þórarinsson og
Sigtryggur Björnsson sögðu mér þessa sögu).
Aldrei var Þorsteinn orðaður við konur, en þó vill svo til, að á
þessum 20 ára rissblöðum mínum eru fjórar sprettilræður eftir honum
hafðar viðvíkjandi kvenþjóðinni, þrjár frá Þórhalli Jónassyni og eina
sagði mér Jón Sigfússon.
Björg hét kona Benjamínsdóttir og var um tíma á Eiðum á dögum
búnaðarskólans, þ. e. fyrir 1918. Þá hafðist Þorsteinn við á lofti yfir
torffjósi sem stóð í húsaþyrpingunni við hlaðið, eins konar fjósbaðstofu
sem var þiljuð innan og hið sæmilegasta hús, en lak þó nokkuð í
rigningatíð. Einhvern tíma sagði Björg við Þorstein er kalt var: „Eg
fer nú að flytja til þín á fjósloftið, Þorsteinn minn, það er svo hlýtt
þar.“ - „Eg set þig þá undir lekann,“ svaraði Þorsteinn að bragði.
Kvenfólk hafði gaman af að gantast við hann og hann tók því vel.
Hann lést oft trúa því sem skrökvað var að honum og eyddi stríðnis-
skvaldri þannig. Einu sinni buðust strákar til að panta honum kven-
mann eftir prískúrant frá París. Hann tók því vel og jafnvel líklega,
og þeir töldu hann auðtrúa, en varð ekki kápan úr því klæðinu að spila
með hann og hættu tilraunum í þá átt fljótlega, fundu að þeir rugluðu
saman einfeldni og einlægni. Hann var að vísu fremur auðtrúa að sögn
sökum einlægni á háu stigi, og ef til vill hafði hann gaman af loftkast-
alanum.
Ekki er kunnugt um, að Þorsteinn fengist við vísnagerð, en einu
sinni kom hann þó á óvart með því að henda spjót af því tagi og senda
til baka, og var fljótur að því. Það var eftir að alþýðuskólinn var
kominn og stúlkur í nám á Eiðum. Þá var það einhverju sinni að
skólastelpur ávörpuðu hann svo: