Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 174

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 174
172 MÚLAÞING fór villur vegar og kom fram á Árnastöðum, innsta bæ í Loðmundarfirði sunnan Fjarðarár. Þar gerði hann vart við sig og var boðið inn. Það vildi hann ekki þekkjast en bað um svaladrykk. Síðan hélt hann tafar- laust af stað og vildi nú ekkert eiga lengur undir ótroðnum slóðum, heldur krækti alla leið út á alfaraleið yfir Hjálmardalsheiði, en það er mikill krókur. Þegar hann kom á réttina inn við bæinn Fjörð við fjarð- arbotn var drætti að ljúka. Engum sögum fer af heimförinni með kind- urnar, en vafalaust hefur hann farið Vestdalsheiði. Eftir að heim kom og vitnaðist um villu hans hugðust einhverjir stríða honum á og spurðu ísmeygilega hvaða erindi hann hefði átt í Loðmundarfjörð. „Eg þurfti að fá mér að drekka,“ svaraði Þorsteinn. (Þórarinn Þórarinsson og Sigtryggur Björnsson sögðu mér þessa sögu). Aldrei var Þorsteinn orðaður við konur, en þó vill svo til, að á þessum 20 ára rissblöðum mínum eru fjórar sprettilræður eftir honum hafðar viðvíkjandi kvenþjóðinni, þrjár frá Þórhalli Jónassyni og eina sagði mér Jón Sigfússon. Björg hét kona Benjamínsdóttir og var um tíma á Eiðum á dögum búnaðarskólans, þ. e. fyrir 1918. Þá hafðist Þorsteinn við á lofti yfir torffjósi sem stóð í húsaþyrpingunni við hlaðið, eins konar fjósbaðstofu sem var þiljuð innan og hið sæmilegasta hús, en lak þó nokkuð í rigningatíð. Einhvern tíma sagði Björg við Þorstein er kalt var: „Eg fer nú að flytja til þín á fjósloftið, Þorsteinn minn, það er svo hlýtt þar.“ - „Eg set þig þá undir lekann,“ svaraði Þorsteinn að bragði. Kvenfólk hafði gaman af að gantast við hann og hann tók því vel. Hann lést oft trúa því sem skrökvað var að honum og eyddi stríðnis- skvaldri þannig. Einu sinni buðust strákar til að panta honum kven- mann eftir prískúrant frá París. Hann tók því vel og jafnvel líklega, og þeir töldu hann auðtrúa, en varð ekki kápan úr því klæðinu að spila með hann og hættu tilraunum í þá átt fljótlega, fundu að þeir rugluðu saman einfeldni og einlægni. Hann var að vísu fremur auðtrúa að sögn sökum einlægni á háu stigi, og ef til vill hafði hann gaman af loftkast- alanum. Ekki er kunnugt um, að Þorsteinn fengist við vísnagerð, en einu sinni kom hann þó á óvart með því að henda spjót af því tagi og senda til baka, og var fljótur að því. Það var eftir að alþýðuskólinn var kominn og stúlkur í nám á Eiðum. Þá var það einhverju sinni að skólastelpur ávörpuðu hann svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.