Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Qupperneq 199
MULAÞING
197
að flakka heim á Bæi og sitía þar tyðum
með Drikkjuslarki svolaungum týma nemur
Undir Eyns og jeg sendi yður hier með
uppteiknun ifir fiskiskútur þær sem hyngað
hafa komið y sumar Dirfist íeg að mælast
til að þier vilduð svo vel gföra með Embættis
míndugleika yðar að koma y veg firir so
mikið sem hægt er að vogestir þessir leggi
hyngað leiðir sýnar eptir leiðis en þar valla
mun Ráð firir að giöra að þeim verði bægt
svo frá þóg að þeir ey öðru hvoru skiotis yn
á Fíörðin sem og svo skíeð getur að þeim y
vissum tilfellum verði nauðsynlegt. t,a,m,
þá Reidi væri bilaður eða eitthvað þvyurh
líkt væri mesti munur á ef þeim irði gert það
að skildu að fara ey yhar en undan Kirkju-
bóli hvar íeg ætla að syókortin syni að Eyn-
ungis sie attkierts pláss hier á firðinum væri
þar miklu hægra að gefa giætur að breitni
þeirra heldur en þá þeir liggía in við leiru-
botn hvar bigðin er svo lítíl en land Rymi
mikið og að higgiu mini hafa þeir á sýðari
árurh valið sier þessa skípalegu svo þeir ættu
þvy hægra með að fremia strákapör sýn þá
þeim Ræður svo við að horfa.
Hvalnesi ý Stöðvarfirði d 27, Júnjus 1857,
t>:Arnason [Pórður Árnason]
NÁGRANNASKÆRUR
Pann 5 þ:m: rak eg kindur mínar á jörð
út firir Krossbæ, því óskipt er land alt á
bæunum til beitar, gjekk um hlaðið á Krossi
þá og fór Heim aptur, kom þá bóndin Jón
Þorsteins son og slóst uppá mig með ósæmi-
legum orðum, og þar til barði mig og þíarm-
aði so á míer sá eru þar til vitnis bóndin
Gilfi Eyólfsson og ögmundur Jónsson á
Krossi, sem báðir voru viðstaddir. vegna
þessa efnis neiðist eg til að biðía yður Herra
síslumaður! að kalla nefndann Jón Þor-
steinsson á Krossi, ásamt míer og þessum
vitnum firir pólitíríett á þíngi í vor, til að
útklía þetta málefni, og Jafnvel álita hvurt
eg hafi ei Riett til að reka allstaðar í landið
til vetrarbeitar þar það er óskipt
Krosstekk 29 Maí 1865
Einar Sigurðsson
Til
Síslumannsins Suðurmúlasíslu
JÓLAHÝÐING
Um eitt skeið bjó á Álftavík maður að
nafni Guðmundur Jónsson; þótti heldur
drykkfelldur. Pegar þetta gerðist hafði hann
á vist hjá sér gamla konu (niöursetning),
sem Sólrún hét, jafnaðarlega kölluð Sóla.
Pótti hún fremur lundleið, og þá illyrt. Svo
var það á jóladag að Guðmundi hafði sinnast
við Sólu gömlu og tekið hana og hýtt. Þetta
þótti illa að verið og varð hagyrðingum að
yrkisefni.
Sá fyrsti segir:
Frétt hef ég af frænda mínum,
fremur sé í verki laginn.
Guðmundur með sópi sínum
Sólu flengdi á jóladaginn.
Björn Einarsson
Annar segir:
Alltaf heyrist nokkuð nýtt.
Núna fréttir gólu
að Guðmundur Jónsson hafi hýtt
hana gömlu Sólu.
Björn Halldórsson
Sá þriðji:
Gvendur dóna iðju ann
eins og fól óvæginn.
Mælt að Sólu hafi hann
hýtt á jóladaginn.
Ólafur Pétursson
Pessar vísur þykist eg viss um að hvergi
séu á prenti og þú máske aldrei heyrt þær,
og því set eg þær hér að gamni mínu.
Þetta er tekið upp úr bréfi til Halldórs
Péturssonar frá Sigurjóni Björnssyni frá
Dallandi í Húsavík. Bréfritari var búsettur
í Blaine Washington í Bandaríkjunum og
bréfið dagsett 15. jan. 1959.