Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Síða 200
198
MÚLAÞING
Sigurjón var fæddur á Stóra-Bakka 1872
og ólst upp á ýmsum stöðum í Tungu. en
dvaldi síðan um árabil hjá Rustikusi Jóns-
syni móðurbróður sínum á Nesi í Loðmund-
arfirði. Hann bjó á Dallandi 1893 - 1903 er
hann fluttist vestur og settist að í Winnipeg.
Hann stundaði smíðar og landbúnað á ýms-
um stöðum vestra og átti síðast heima í
Blaine, andaðist þar 1963. Kona hans hét
Jóna Kristín Jónsdóttir og var frá Mosvöll-
um í Önundarfirði.
Guðmundur Jónsson bjó á Álftavík 1878
- 1884 að undanteknum árunum 1886 -
1888. í bréfinu frá Sigurjóni segir að hann
þætti drykkfelldur, en Sigurður Jónsson á
Sólbakka (frá Seljamýri) kveðst hafa heyrt
að hann hefði verið fátækur og lítill fyrir
sér. Hins vegar hafi hann átt gerðarlega
konu, Maríu Jónsdóttur föðursystur Ólínu
Jóhannsdóttur á Bárðarstöðum. María gekk
tæpar rákir Stigahlíðar og Nesfluga prjón-
andi. Þau áttu fjögur börn 1889 og eru þá,
hann 43 og hún 38 ára að aldri. Sóknar-
mannatal frá Klyppsstað er götótt og þar
finnst enginn niðursetningur sem Sólu-nafn-
ið gæti átt við.
„Skáldin“ Ólafur Pétursson og Björn
Halldórsson bjuggu í Loðmundarfirði, Ólaf-
ur í Neshjáleigu og Björn á Úlfsstöðum.
Björn Einarsson er ef til vill frá í'órarins-
stöðum í Seyðisfirði.
Álftavík (sú byggða) tilheyrði Borgar-
fj arðarhreppi en Húsavíkursókn, annexíu
frá Klyppsstað.
Álftavíkurnar eru tvær, innri og ytri og
sú ytri var byggð. Þær eru fremur hjallar við
voga en víkur og afkróaðar á báðar hliðar
af klettabeltum. Á milli þeirra er einnig
klettabelti sem nefnist Stigahlíð í sóknarlýs-
ingu Bókmenntafélagsins frá 1840.
VÍSUR AF BRÉFBLÖÐUM
Þegar síðasta hefti þessa rits hafði verið
afgreitt fyrir nokkru til áskrifenda, barst
undirrituðum bréfkorn það sem hér fer á
eftir frá einum þeirra, Stefáni Vilhjálmssyni
frá Brekku.
5.7. 1986 Oddeyrargötu 15,600 Akureyri
Múlaþing Kaupvangi 2 Egilsstöðum.
c/o Ármann Halldórsson
Heill og sæll, Ármann.
Grátlegt óhapp hefur hent,
harmur ríkir mig um kring.
Hálfur bolli hefur lent
af heitu kaffi á Múlaþing.
Kannske má það kallast frekt
og kann að sýnast borin von,
að annað fái utan sekt
eintak Stefán Vilhjálmsson?
Með bestu kveðju
Stefán Vilhjálmsson
P. S. Kaupfélag Eyfirðinga gerir vel við
starfsmennina á 100 ára afmælinu, svo að
ég er raunar borgunarmaður fyrir nýju ein-
taki! - StV.
Þessu bréfi treysti eg mér ekki til að svara
á viðeigandi hátt, það hlaut að koma í hlut
Sigurðar. - Á. H.
Egilsstöðum 30. júlí 1986
Stefán Vilhjálmsson
Oddeyrargötu 15, Akureyri
Það sem henti hrellir oss.
Hættur vofa allt um kring.
Aldeilis „fyrir utan kross“
annað sendist Múlaþing.
F. h. ritstjórnar
Sigurður Óskar Pálsson.