Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 7
Söngur sem aldrei deyr Sumarið 1974 vann ég á Hallormsstað eins og sumarið á undan og níu sumur eftir það. Dag nokkurn var ég ásamt fleiri mönnum að höggva skóg upp með Kerlingaránni. Það var rigning og við vorum illa klæddir. Allt í einu spratt upp úr götunni maður sem ég hafði ekki séð fyrr. Hann var allur á iði og einkennilega upprifinn og andlitið var allt í hrukkum og hrukkumar stöfuðu eflaust af því að maðurinn hafði alla ævi brosað út að eyrum og það gerði hann nú, þrátt fyrir rigninguna. Við vorum í vondu skapi. Komumaður talaði að því er mér fannst þá í gátum og sá eitthvað í kringum okkur sem ég sá ekki og fann einhvern ilm sem ég fann ekki fyrr en mörgum árum síðar. „Þetta var skáldið“, sögðu félagar mínir þegar hann var farinn. Mann með svoleiðis starfsheiti hafði ekki borið fyrir augu mér áður. Veturinn eftir kom ég stundum í hús í Kópavogi og þegar síst varði mátti heyra einhvern spila af mikilli ástríðu á píanó. Það var „skáldið“ sem þarna bjó í skjóli frænku sinnar. Ég sá hann aðeins einu sinni þennan vetur. Þá flutti hann fyrir okkur nýort ljóð upp úr hand- skrifuðum blöðum í eldhúsinu. Þennan vetur las ég ljóðið um „Inga Lár“ og áttaði ég mig á hvað það þýðir að vera skáld því einungis mikið skáld getur komist að orðið eins og gert er í því ljóði. Raunar hefði hann ekki þurft að yrkja fleira. Tveimur árum seinna settist hann við hliðina á mér í strætisvagni og byrjaði formálalaust að tala við mig um skóginn þar við höfðum hist í fyrsta sinn, skóginn sem skipti okkur báða meira máli en aðrir staðir. Þetta var víst í fyrsta skiptið sem við töluðum saman og líka það síðasta því hann dó síðsumars þetta sama ár. Hann skildi „Fimmta guðspjallið“ eftir sig óprentað. Þar er sagt fyrir um endalok heimsins eins og í Völuspá. Svo einkennilega vildi til að það féll í hlut okkar Hrafns Sveinbjarnarsonar að taka skáldinu gröf í kirkjugarðinum á Hallormsstað. Okkur var vísað á stað þar sem talið var ólíklegt að nokkrum hefði áður verið opnuð gröf. Samt vorum við ekki komnir nema tvö fet niður úr grasrótinni þegar heilar kynslóðir af löngu liðnu fólki tóku að spretta upp úr moldinni. Hrafn komst að þeirri niðurstöðu að sumir hefðu barið nestið í Svarta dauða, aðrir löngu fyrr. Þegar við vorum loksins komnir nógu djúpt var grafarbakkinn líkastur því sem oft gefur að líta á blaðaljósmyndum þegar minnst er á valdatíma rauðu Khmeranna í Kambódíu. Við klæddum grafarveggina með vírneti og festum í það greinar af fjallaþyn og þöktum sömuleiðis botninn. Daginn eftir var skáldið síðan sett ofan í þessa gröf en þá var ég hvergi nærri og get ekki fullyrt neitt um hvort tærir bárust „úr tjamarsefi tónar um fjöll“ en ég efast samt ekki um að þannig hlýtur það að hafa verið. FNK 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.