Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 9
Gunnar Guttormsson
A fleygri
Þorsteini
stund með
Valdimarssyni
/
leiðslu ég gekk á kunnri slóð/um Klifár
eyðihlíð/mér sveif í huga/sumarfegin
rödd svo blíð/sem kul í lyngi...“ Þessar
ljóðlínur sungum við í Söngfélagi verka-
lýðssamtakanna í Reykjavík veturinn 1954-
55. Þær greyptust ákaflega sterkt í huga
minn og hafa setið þar síðan. Yfirskiift
ljóðsins var Hilling, ljóð og lag eftir
Þorstein Valdimarsson, skáld, sem ég
kannaðist þá aðeins við af ljóðabók hans
Hrafnamálum. Mér, sveitamanninum, með
ólgandi heimþrá, fannst notaleg sú tilviljun
að stjórnandinn, Sigursveinn D. Kristinsson
tónskáld, skyldi m.a. velja til söngs ljóð
sem sprottið var úr átthögum mínum. Við
Klifá hafði maður sem strákur fundið til
„smalabeiskju“ og sjálfsagt fellt „smalatár"
(svo notuð séu orð Þorsteins í fyrsta ljóði
Hrafnamála) í viðureign við kargar rollu-
skjátur þegar koma þurfti bæjarrekstri í
Buðlungavelli, næsta bæ innan við Hall-
ormsstað.
Yfírlit um dvöl í skóginum
Minnugir telja að einhvern part úr sumri
1956 hafi Þorsteinn dvalið á Hafursá og
Þorsteinn Valdimarsson á Ormsstöðum.
Ljósm.: höfundur.
tjaldað í skóginum rétt innan við gömlu
skógargirðinguna. Vafalaust hefur hann
verið búinn að koma og dvelja þar oft áður
þótt ekki fari sögum af tjaldvist hans fyrr en
þetta ár. En síðsumars 1957 er hann kominn
í Hallormsstað og tjaldaði þá að Svefn-
ósum. Ég var ekki eystra sumarið '57 en
systkini mín og frændfólk áttu þá margar
skemmtilegar stundir með Þorsteini. Hann
vann ekki í skógræktinni þetta sumar en var
tíður gestur í Mörkinni og þótti notalegt að
sitja við ljóðagerð í eldhúsi verkamanna-
bústaðarins. A Hallormsstað var Þorsteinn
svo meira og minna á sumrum fram til 1969
og vann til skiptis við gróðursetningu og
kveðskap. Við gróðursetningu vann hann
1958-60 og hugsanlega eitthvað 1962.
Sumarið 1966 dvaldi Þorsteinn hjá Sigurði
Blöndal og Guðrúnu á Akurgerði og orti þar
m.a. ljóðin sem birtust í Fiðrildadansi
1967. Síðasta sumarið á Hallormsstað
(1969) dvaldi hann hjá Hrafni Svein-
bjarnarsyni og Þórnýju, á Hjalla, og vann þá
m.a. við að mála húsið. Þetta sumar voru
meistari Þórbergur og Margrét kona hans
nokkra daga á Hallormsstað í boði Hús-
mæðraskólans og gaf Þorsteinn sér tíma til
að ganga með þeim um skóginn.
7