Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 13
Á fleygri stund með Þorsteini
Þorsteinn með nýja spettið. Kristín Guttormsson horfir á Gunnar pota niður
plöntu. Fjœr sést Bragi Jónsson. Ljósm.: Hjörleifur Guttormsson.
Við gróðursetningu í Parti
út rit með sama heiti
og var það síðar gefið
út sem sérprent hjá
Máli og menningu.
Þessi samtök voru
undanfari að stofnun
Samtaka hernámsand-
stæðinga. Þorsteinn
lagði þeirri heyfingu
líka lið með ýmsum
hætti. Ljóð og lag sitt,
Þú veist í hjarta þér,
tileinkaði hann Kefla-
víkurgöngunni 1976.
Ljóðið birtist í Þjóð-
viljanum 13. maí það
ár og síðan í Smala-
vísum 1976 ásamt lagi
Þorsteins á nótum.
Farið í Hallormsstað vorið 1958
Sumarið 1958 vann ég ásamt Lofti
bróður mínum með Þorsteini og fleirum við
gróðursetningu í skóginum undir styrkri
stjórn Sigurðar Blöndals, frænda okkar. Við
Þorsteinn urðum samferða í flugvél austur í
Egilsstaði vorið 1958. Eftirfarandi lýsingu á
því hvernig Þorsteinn heilsaði Austurlandi
skrifaði ég, skömmu eftir komuna austur,
ungri stúlku í Þingvallasveit, Sigrúnu
Jóhannesdóttur, sem síðar varð eiginkona
mín:
„Eg segi þér sem dœmi, að á leið okkar
frá flugvellinum heim í Egilsstaði, sem við
fórum gangandi, varð ég að bíða eftir
honum meðan hann kraup niður og kyssti
holtasóley og talaði við hana eins og
barn... “.
Ég átti eftir að kynnast því betur síðar
hve Þorsteinn var mikið náttúrubarn.
Það var veðurblíða á Héraði framan af
sumri 1958. Ég skrifa Sigrúnu 16. júlí:
„Hitinn hefur verið nœr óbærilegur, enda
þótt við höfum staðið við plöntunina í
mittisskýlum einum í allan dag....Þorsteinn
hamastalla jafnan svo mikið að við hinireigum
fullt í fangi með að fylgja [honumj eftir.
Vœntanlega hefst akkorðsgróðursetningin upp
úr nœstu helgi og þá bið égfyrir okkur hinum “.
Fyrstu vikumar unnum við sumsé við
tilraunagróðursetningu á greni „úti í Parti“, en
Partur heitir svæðið yst í gömlu skógar-
girðingunni. Þama stjómaði verki, í samráði við
Sigurð Blöndal, Jón Jósep Jóhannesson,
einhver mesti eldhugi í röðum skógræktar-
manna á þessum tíma. Verkfæri okkar var
plöntuhakinn góði. Nú standa í þessum
tilraunareit 7-8 metra há tré. Jón Jósep yfrrgaf
okkur þegar tilraunagróðursetningunni lauk í
byrjun júlí. Þá hófst gróðursetning í akkorði
framan og ofan við tilraunareitinn.