Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 19
Að finna það sem maður leitar ekki að
Þegar ég hafði að mestu lokið við þessa samantekt og sent ritstjóminni drögin fór ég að
huga að viðeigandi myndum. Eftir fyrstu leit í eigin myndasafni fannst mér afraksturinn
ekki nógu góður, en hafði grun um að einhverjar myndir kynnu að leynast í kassa út undir
súð uppi á lofti. Sem ég var að skríða þar á fjórum fótum í leit að myndunum varð fyrir
mér gamall plastvasi undan ferðaskilríkjum. (Af hverju liggur þetta hér á gólfinu? Hér
hafa bamabömin verið að tæta eitthvað upp úr kössum, hugsaði ég). Upp úr vasanum dró
ég m.a. gauðslitið seðlaveski sem ég mun hafa notað fram urn 1960. - Varla mikið fémætt
að finna hér; sakar þó ekki að fletta þessum plöggum. - Hér kenndi margra grasa sem ég
hálfgleymdi mér við að rýna í; kvittanir, félagaskírteini, vottorð og minnismiðar. Ég var
að því kominn að setja þetta dót aftur í veskið og halda áfram leitinni að myndunum
þegar ég rakst á tvísamanbrotinn pappírsbleðil sem ég fletti í sundur. - Ég ætlaði að
vonum ekki að trúa eigin augum þegar mér varð ljóst að hér var kominn rniðinn með
ljóðinu sem Þorsteinn hafði rétt að mér einn góðviðrisdag úti í Parti fyrir rúmum 40
árum! Á miðanum er ekki aðeins eitt erindi, heldur þrjú, skrifuð með rauðu bleki á óvand-
aðan risspappír (til hliðar við ljóðið er fjölbreyttur innkaupalisti fyrir starfsfólkið í
Mörkinni og mötuneyti skógræktarinnar; herðatré, ópal, prímusnálar, egg, rúgbrauð o. fl.).
Hér höfum við sumsé lítið dæmi um innblásinn skáldskap frá hendi Þorsteins; háróman-
tískt ljóð sem fór á blað án yfirlegu. Ljóðið er birt hér eins og það hraut úr penna
Þorsteins, með skáldaleyfum og minniháttar ritvillum miðað við skólabókarþýsku eins og
kunnáttumenn í þýsku munu reka augun í. Lagið er hér fært á nótur eins og ég man það.
Svo viss var ég um að lagið hefði orðið til um leið og ljóðið að mér datt ekki einu sinni
í hug að spyrja
slíkrar spurningar.
Nokkru eftir að
Þorsteinn raulaði
Ijóðið fyrir okkur
vinnufélagana held
ég að hann hafi
breytt upphafi fyrsta
erindisins í „Sag
Abendsteme“.
Þannig mundi ég
a.rn.k. upphafið áður
en miðinn kom í
leitirnar.
W9* *p4oo '
r* v i’j.ys *
& «' *-V. 'ci
/
7
"s
V< ‘ í
!
/í&tCx—.
17