Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 20
Múlaþing
Hér erBjörg H. Eysteinsdóttir í Síberíu sumarið 1958.
einskis að spyrja; vandvirkni og kröfuharka
var þar alltaf í fyrirrúmi. En stundum var eins
og ljóðin yrðu til svona allt að því á stundinni.
Ég minnist í þessu
samhengi eins kaffí-
tíma úti í Parti; við
vorum áreiðanlega
ekki í akkorði þann
dag. I stað þess að
setjast niður með
okkur vinnufélögun-
um, eins og venju-
lega, gekk Þorsteinn
upp í skóg og dvaldist
þar alllengi. Hann
Ljósm.: höfundur. ]£0m tj| 5apa með
bréfmiða í hendi. A
honum var lítið ljóð á
þýsku, skrifað með rauðu bleki. Þorsteinn
gaf mér miðann þegar hann hafði raulað lagið
nokkrum sinnum. - Ekki gerði ég mér
„Sönglífer skuggsjáþjóðlífs. Rati þjóðin íánauð, hljóðnar harpan; brjóti hún afsér ok,
þá syngur liún sigurljóð; lifi húnfrjáls í landi, þá hvelfist hvert þak afsöng.
Islenzk þjóð treysti hrökkvandi hlekki sína um aldamót, og huldar lindir spruttu fram;
vaknandi vonir fengu vœngi nýrra Ijóða, vor kom í tún, og frelsið á glugga; nýjar
nótnabœkur og ný hljóðfœri - gömlu orgelin, sem árgalarnir lögðu á bak sér bœja milli luku
upp leyndardómum samhljóma og fjölröddunar fyrir þyrstum eyrum; strjálbýlið eignaðist
starfandi söngfélög; hvert nýtt lag var hent á lofti, hvert Ijóð sungið; og þjóðin var stór, þótt
smá vœri, auðug, þóttfátœk vœri, og það, sem hún söng um, það hlaut hún - auðvitað!
En öldin er naumast hálf - og vormönnum Islands brugðið. Þjóðin er smærri í mörgu,
þótt stærri sé, og þögul í glaumnum - hlustar með ólund á útvarpið meðan fjöregg hennar
er haft að leiksoppi, brynjar sig tómlœti í hugsun og horfir kvíðandi fram á veg - eins og
undir haust. Oss, sem gamalt ævintýri bauð þó í œsku varnað á að girnast gersemar álfa -
oss er nú sýnt í tvo heimana á krossgötum; vér höfum glœpzt á gullinu - margir fengið
annarleg andlit; nokkrir heyra ekki nafir sittframar, þótt hrópað sé.
Hver veit nema í litlu Ijóði - heitu úr deiglunni eða söngtömu og hjartagrónu - felist
lausnarorðið?
Sönglíf er aflvaki þjóðlífs. Af strengjum hörpunnar stökkva gneistar frelsisins. Fyrir
mœtti sigursöngvanna brestur okið. Ráði söngurinn húsum, mun þjóðin ráða landi.
Þorsteinn Valdimarsson ‘
18