Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 28
Múlaþing Ingimundur Sveinsson. Ljósm.: Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Mun það hafa ráðið nokkru um hversu vel honum varð til fanga. Þorvaldur Jónsson varð ekki gamall maður. Honum entist þó aldur til að ljúka þessari söfnun sinni. Og þegar hann lést skyndilega, hálfsjötugur að aldri, hafði hann nýlokið við að merkja og raða í möppur 830 myndum af Mjófirð- ingum og bústöðum þeirra. Þar að auki tugir mynda, allar merktar nöfnum og heimili. Svo sem Þorvaldur hafði áformað var þessu óvenjulega myndasafni ráðstafað til Ljósmyndasafnsins á Egilsstöðum. Þar hafði ég greiðan aðgang að því þegar byggðarsaga Mjóafjarðar var búin til prentunar. I henni eru samtals 1140 rnyndir, þar af rétt urn 900 mannamyndir, einstakl- ingar og hópar. Þorvaldur Jónsson vann að myndasöfnun sinni og eftirtökum vel þrjátíu árum áður en útgáfa byggðar- sögunnar var á ferðinni. Gefur það auga leið að ég hefði ekki þá náð saman öllum þeim myndum sem Þorvaldur safnaði með þrautseigju og skipulegum hætti svo löngu fyrr. Og hvað sem því líður er myndasafn Þorvaldar eitt og sér söguleg heimild, harla mikilvæg. Þorvaldur Jónsson andaðist í Reykjavrk 11. maí 1965. Björn Björnsson (1889-1977), kaup- maður á Bakka á Norðfirði, var frábær ljós- myndari. Mjóifjörður naut nálægðarinnar. Tók Björn þar margar myndir af sköpunar- verkum guðs og manna, landslagi og húsum. Þrjátíu slíkar birtust í byggðar- sögunni og fylla þar knapporðar frásagnir - að auki stórkostleg bókarprýði. í síðasta hefti Múlaþings er nokkuð sagt frá Bimi Björnssyni, ævi hans og störfum, og vísast til þess hér. Auk framantaldra sex samtíðar- og fulltingismanna minna við ritun byggðar- sögu Mjóafjarðar vil ég að lokum nefna einn sem ég að vísu tæplega get kallað samtíðarmann minn þótt hann lifði raunar fram á mína daga. Það er Ingimundur Sveinsson sem m.a. var kunnur fyrir ljósmyndir sínar og fiðluleik auk þess sem hann var bróðir meistara Kjarvals. A mínum slóðum - söguslóðum- var fremur lítið um myndir af athöfnum manna og jafnvel mannvirkjum. Ingimundur kom til Mjóafjarðar a.m.k. einu sinni. Þá tók hann myndir af húsum, athafnasvæði og fiskverkun merkilegs athafnamanns. Þær voru gefnar út á póstkortum og hafa varðveist þannig eftirkomendum til ánægju og gagnsemdar. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.