Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 31
Parthús
Parthús 1955. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson.
maður í mið- og syðsta hluta Múlasýslu frá
1670 til 1712 (Múlaþing 19, 51-52). Er því
freistandi að álykta sem svo, að nafnið sé
a.m.k. svo gamalt, enda þótt ekki sé hægt að
fullyrða neitt um það (SSigfÞjs.V, 391-
395).
Þessi draugasöguskýring er með nokkr-
um ólíkindum, þar sem Sigfús þjóðsagna-
safnari hefði glöggt mátt vita um parta-
skiptingu Arnheiðarstaða og hefði því ekki
þurft að leita annarra skýringa á Part-
húsanafninu. Hitt er svo annað mál, að með
þeirri miklu hjátrú og hindurvitnum er ríkti
hér á landi á síðustu öldum, og var landlæg,
var ávallt leitast við að finna einhverjar
yfirnáttúrulegar skýringar á öllum hlutum,
jafnt örnefnum sem öðru. Virðist Sigfús
ekki hafa farið varhluta af henni.
Það skal þó tekið fram, að Sigfús, er
ekki einn um þessa draugasögu. I Þjóð-
sögum Ólafs Davíðssonar er einnig getið
um Parthús og Parthúsa-Jón. Þar er hann
talinn vera bóndi á Arnheiðarstöðum í
byrjun 19. aldar, og mun hafa verið kallaður
Galdra-Jón en eftir lát sitt Parthúsa-Jón.
Líkt og Sigfús, telur hann Jón þennan hafa
verið partaðan í sundur af draugnum í
beitarhúsum frá Arnheiðarstöðum og af
þessum viðburði hafi húsin verið nefnd
Parthús (ÞjsÓlDav, 328-329). Ólafur segir
þetta vera eftir handriti Einars H. Kvaran,
frá árinu 1877, en hann dvaldi sem kunnugt
er á Austurlandi, og hefur sennilega heyrt
þessa sögu þar um svipað leyti og Sigfús
segist hafa heyrt hana. í ljós kemur, að
þeim Sigfúsi, ber hvorki saman um búsetu
Parthúsa-Jóns né á hvaða tíma hann var
uppi og draugurinn grandaði honum. Er því
fremur lítið leggjandi upp úr þessari
draugasögu þeirra.
Auk þess má nefna að hefð er fyrir
partanöfnum á Héraði, víðar en á Arn-
heiðarstöðum. Handan Lagarfljóts, svo til
beint á móti Parthúsum, yst í Hallorms-
staðaskógi er landsspilda sem nú er öll
skógi vaxin. Þessi landsspilda gekk í mínu
ungdæmi undir nafninu Parturinn og heitir
víst svo enn. Ástæðan fyrir þessari nafngift
mun hafa verið sú, að bændur á Skeggja-
stöðum í Fellum áttu skógarítak í fyrr-
nefndum parti, sem líka nefndist Skeggja-
staðapartur (SSigfÞjs.IV,158). Fleiri dæmi
29