Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 32
Múlaþing
munu vera um parta nöfn á Héraði t.d. á
Jökuldal (Arnórsstaðapartur), (SSigfÞjs. X,
536) og víðar.
Niðurstaða mín er því sú, að yfir-
náttúrulegar skýringar á Parthúsanafninu
séu algerlega óþarfar, heldur sé það til kom-
ið af þeirri partaskiptingu Arnheiðarstaða-
lands, er raktar hafa verið hér fyrr í grein-
inni. Enda þótt hvergi komi fram í heim-
ildum, að Valþjófsstaðakirkjuparturinn á
Arnheiðarstöðum hafi verið landfræðilega
afmarkaður innan landareignarinnar, þá er
ekki óeðlilegt, að hann hafi verið yst í
henni, og þar hafi því beitarhúsin verið
kölluð Parthús. Allavega sýna þessi parta-
nöfn á húsum á Arnheiðarstöðum, sem hér
hafa verið rakin, fyrr í þessari grein, að þau
hafa verið til staðar og þekkt löngu áður en
umræddur draugur á að hafa kálað nefndum
Jóni á Parthúsum og því lítið leggjandi upp
úr þjóðsögum um nafnið á þeim.
Til þess að afsanna enn frekar þessa
draugakenningu (demonological theory) vil
ég benda á, að faðir minn passaði sauðfé á
Parthúsum allt frá árinu 1936 til ársins
1978, er þau voru aflögð sem slrk, og varð
aldrei var við Parthúsa-Jón eða nokkuð
annað óhreint í þeim, allan þann tíma.
Heimildaskrá
DI: Diplomatarium Islandicum. Islenzkt
fornbréfasafn. Gefið út af Hinu íslenzka
bókmenntafélagi.
íslfornr: íslenzk fornrit I, XI. I útgáfu
Fornritafélagsins. Reykjavík MCML.
Múlaþing 19: Útgefandi Héraðsnefnd
Múlasýslu 1992.
OlDavÞjs: Olafur Davíðsson Þjóðsögur
II. Reykjavík 1978.
SSigfÞjs: Islenskarþjóðsögur og sagnir.
Safnað hefur Sigfús Sigfússon. II. útgáfa.
Reykjavrk 1982-1993.
Lbs. 1649, 4to: Bréfabók Gísla
Oddssonar biskups. 1775-1778 (ópr.).
30