Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 34
Múlaþing
Dýptarkort afflóanum úti fyrir Hreiðarsstöðum.
að skröksemi eða heimskulegum misskiln-
ingi.“2
Önnur frásögn af þessum atgangi kom í
leitirnar fyrir nokkrum árum skráð af Pétri
Sveinssyni frá Bessastöðum.3 Pétur var
staddur á Hreiðarsstöðum í vorhlákunum
vorið 1875 og horfði ásamt fleirum út á
Fljótið: „Þá gætti ég að hvar það kom upp
austur af bænum og sýni[st] mér líkt stórum
ferahring [feræring?] á hvolfi, og hjelt inn
með suðurlandi á móti vindi og straumi,
þángað til það stakk sjer, og
þá sýndust mjer á því þrír
hnúkar, einn að framan, einn
um miðjuna, og einn aptast,
og kom mjer það lrkast í sjón
að sjá því sem jeg hefi sjeð
krókódíl dreginn upp. Enn
viðbragðið var ógna snökt,
þegar það stakk sjer, og
þrisvar kom það upp meðan
ég stóð þarna á hlaðinu..
Á leið frá Hreiðarsstöðum
þennan sama dag hittir Pétur
Einar Guttormsson frá Arn-
heiðarstöðum þar sem hann
er staddur milli Þolleifarár
og Ormarsstaðaár. Pétur
segir Einari frá því sem
borið hafði fyrir augu hans
og meðan þeir ræðast við
kemur „skrímslið: „rjett á
móti okkur, og heldur inn
eptir, stakk sjer og hvarf
okkur.“ Pétur nefnir að
ýmsir hafi talið að þetta hafi
aðeins verið ísjakar og segist
kannast við að hafa séð þá
þennan tiltekna dag en „hin
sjónin“ [skrímslið] var mér óvanaleg.“ (bls.
22).
Það gekk sem sagt mikið á við Hreiðar-
staði þegar ísa leysti vorið 1875 en allar
götur síðan hefur engra kvikinda orðið vart
þar svo mér sé kunnugt um. Það skyldi þó
ekki vera að Sigfús hafi haft rétt fyrir sér
þegar hann sagði að vikurinn sem barst í
Fljótið hafi stuggað þeim burt.
í síðasta Múlaþing skrifaði ég grein um
uppruna ormsins í Lagarfljóti. Þar setti ég
fram þá tilgátu að sú trúin á Lagarfljóts-
orminn hafi e.t.v. orðið til kringum elds-
2IV. bindi, 2. útg. 1982. Bls. 159.
3Sbr. Helgi Hallgrírasson „Nýfundin heimild um Lagarfljótsorrainn.14 Glettingur, 1. árg. 2.tbl. 1991. Bls. 21-22.
32