Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 39
Frank Ponzi
Napóleon á
Hákonarstöðum
Hlíf Gunnlaugsdóttir á Æsustöðum í Mosfellsdal sendi mérfyrir tœplega tveimur árum gamla mynd
sem hún kallaði „ útlenska Hlíffékk myndina í arffrá móðursystur sinni, Halldóru Olafsdóttur frá Meiri-
Hattardal íÁlftafirði í Súðavíkurhreppi. Talið er, að myndin hafi verið gefin Halldóru 1911, árið sem hún
vann sem heimilisstúlka á Isafirði hjá skoskum lœknishjónum og farandtrúboðum, Nisbet að nafni.
Ef þessu er þannig varið, er ennþá óvíst hvernig Nisbethjónin eignuðust myndina. Líklegt er, að
einhver tengdur Jökuldal hafi gefið þeim liana sem vinargjöf eða sem greiðslu fyrir lœknishjálp er þau
bjuggu á Akureyri 1909 eða stuttu seinna á Isafirði.
Eg vil þakka Hrafnkeli Jónssyni, skjalaverði við Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum, Sjöfn
Kristjánsdóttur, safnverði við handritadeild Landsbókasafhs Islands - Háskólabókasafns, Jakobi heitnum
Benediktssyni, dr. phil., Jóni G. Friðjónssyni, prófessor og Auðuni H. Einarssyni, kennara, fyrir vinsam-
lega hjálp meðan á rannsókn stóð. Einnig þakka ég Hirti Pálssyni, cand. mag. og Höskuldi Þráinssyni,
prófessor fyrir aðstoð við þýðingu þessarar greinar.
S
janúarmánuði 1998 barst mér í pósti
brúnt umslag með gamalli vatnslita-
mynd. Eftir að hafa í áranna rás verið
brotið saman og flett sundur var blaðið farið
í sundur í brotunum og barst mér í hendur í
fjórum hlutum. Á hverjum blaðhluta var
hluti af sundurlimuðum hesti og knapa.
Eftir að þeim hafði verið raðað saman kom
í ljós prjónandi hestur og á baki hans
aðsópsmikill riddari með konunglegt yfir-
bragð og hárkollu. Með skrautlega dregnum
stöfum var skrifað yfir myndina: „Kaiser
Napoleone (Bonaparte) den f0rste“.
Uppruni myndarinnar var óljós og við
fyrstu sýn benti þessi danska áletrun og
framandlegt viðfangsefnið fremur til þess
Napoleon í Sankti Bernard (eða - Yfir Alpana) frá
1800, olíumálverk eftir Jacques-Louis David í
Musée National du Chateau de Versailles.
að hún væri útlend en íslensk. Þess vegna
hafði sendandinn, roskin kona sem síðust
hafði átt myndina og fannst lrklegra að
erlendur listfræðingur hefði áhuga á henni
en íslenskur, gefið mér hana. Af því að ég
hafði mörgu að sinna um þær mundir veitti
ég þessari góðu gjöf ekki mikla athygli fyrr
en nokkrum mánuðum seinna. Þegar ég fór
að athuga hana aftur þótti mér sá sem
hestinn sat engu tilkomuminni en áður, en
um leið og ég fór að rýna betur í þetta jókst
forvitnin vegna þeirra mörgu spuminga sem
myndin vakti og leituðu á hugann. Hvaðan
var hún komin, þessi mynd í tætlum, sem
gerð hafði verið Napóleon I til lofs og
dýrðar? Hver var þessi „Pietur. [Anno,
g.i.a.h. Dom. 1824] Pieturs son, H.“ sem
ætla mátti höfundinn? Hver var boðskapur
myndarinnar annar en skjallið eitt og
hverjum ætlaður?
37