Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 42
Múlaþing
kunnur undir nafninu Pétur Jökull. Árið
1845 átti hann eftir að ríða suður þá leið
sem hann hafði átt sinn þátt í að opna aftur,
og þá til þingsetu á Alþingi sem vara-
þingmaður Sunnmýlinga. Þótt ekki hafi
varðveist neinar heimildir um þing-
mennskuferil Péturs var hann víðkunnur
fyrir staðfestu sína í baráttunni fyrir því að
Islendingar losuðu sig undan dönskum
yfirráðum. Fyrir utan uppdrátt (kort) og
undirritaða kvittun fyrir greiddum leið-
angurskostnaði hafa ekki með vissu fundist
nein gögn frá hendi Péturs Jökuls Péturs-
sonar á Hákonarstöðum - fyrr en nú.
Eins og sjá má af þessu nýfundna blaði
var Pétur Jökull á Hákonarstöðum nokkuð
fær dráttlistarmaður og skrautritari. Hingað
til hefur skrautskriftarhæfileikinn einkum
verið eignaður syni hans, Pétri Jökli yngri,
sem bæði var þekktari og leiknari eins og
mörg verk frá hans hendi eru til vitnis um,
og hélt áfram sókn til sigurs í listinni. Þetta
einstæða verk Péturs (eldri), frá því 1824,
varð til fjórum árum áður en sonur hans,
sem meira kunni fyrir sér, leit dagsins ljós.
Um þær mundir var í eigu Péturs skrudda
mikil sem kölluð var „Galdra-bók“ frá
Skinnastað eða
Skinnastaðarbók
eins konar
almanak þar sem
saman ægði vís-
indaþekkingu,
goðafræði og
staðbundnum
fróðleik. Þessi bók
var gömul og
handskrifuð með
skrautlegu letri og
í henni myndir, en
um uppruna henn-
ar og höfund er
enn allt á huldu.
Áratugir voru liðnir frá því að bókin hafði
komið frá Skinnastað, en hún lenti í höndum
Péturs þegar faðir hans andaðist 1821. Hún
var á Hákonarstöðum alla ævi hans og hefur
bersýnilega haft töluverð áhrif bæði á hann og
seinna á son hans. 1846 gerði Pétur yngri
eftirrit af gömlu bókinni og það (sem nú er í
Landsbókasafni) var síðan kallað „Hákonar-
staðabók". Eftir að faðir Péturs, sem eftirritið
gerði, var allur lét sonur hans undan sífelldu
nauði séra Stefáns Ámasonar á Valþjófsstað
sem vildi komast ytir bókina, en brenndi síðan
sem óguðlegt rit frá Djöflinum komið.
Gott er að hafa í huga að 1824, þegar Pétur
teiknaði Napóleon, var ekki enn farið að nota
gömlu leiðina aftur og samgöngur við
Suðurland voru takmarkaðar rétt eins og
fréttir frá meginlandi Evrópu sem venjulega
bárust um Kaupmannahöfn og voru lengi á
leiðinni til Reykjavrkur, svo ekki sé minnst á
Hákonarstaði.
Myndin sem mæra skyldi þann sem á
henni sést og geymir bæði hugmynd
höfundarins og texta í minningu Napóleons I,
var gerð þremur árum eftir að keisarinn
fyrrverandi safnaðist til feðra sinna á eynni
Sankti Helenu. LanglíMegast er að maðurinn
40