Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 46
Múlaþing
Séð heim að Bárðarstöðum. Hákarlshaus lengst til vinstri, Afréttartindur jyrir miðri mynd og Skýhnjúk-
ur lengst til hœgri. Mynd tekin í ágúst 1988. Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
og með honum fór Jón Jónsson, bóndinn á
Bárðarstöðum. Hann ætlaði að ganga með
Jóhanni inn dalinn, inn að heiðarbrekkunum.
Ingi sonur Jóns fór stuttu síðar að láta út
æmar á haga og vék hann þeim stutt fram
fyrir ærhúsin. Síðan fór hann að gefa hrútum
morgungjöfina. Þeir voru í sömu hús-
byggingu og helmingur ánna. Hinn helm-
ingur ánna var hafður í húsum ca 500 metrum
utar, þ.e. austar.
Þegar Ingi kemur út frá því að gefa
hrútunum er kominn rokstormur af norðri og
snjóhríð og æmar eru þá að koma heim að
húsinu og hlaupa í veðurhlé undir húshliðina.
Okleyft reyndist honum að reka æmar úr
skjólinu til húsdyranna enda var það á móti
veðurstöðu. Varð hann því að draga eina og
eina á til dyra en brátt komu þeir honum til
hjálpar, faðir hans og Jóhann frá
Brennistöðum. Ekki dugði það þó til þess að
hægt væri að reka æmar inn í húsið svo var
stormurinn sterkur og hríðin hörð. En
auðvitað gekk nú betur eftir að þeir vom
orðnir þrír að draga æmar til dyra. En þama
urðu þeir að draga inn allar Bárðarstaðaæmar.
Þeir treystu því ekki að þeir kæmu þeim í hin
húsin sem þær áttu að vera í, var það þó
undan veðri að halda. Að þessum verkum
loknum, er reyndust erfiðari en álíta mátti að
morgni þess dags, fóm þeir til bæjar.
Þegar heim kom var Einar ókominn. Þeir
höfðu þó búist við að hann sneri aftur er
hríðina gerði eins og þeir gerðu Jón bóndi og
Jóhann á Brennistöðum. Það var ekki
hugsanlegt að hann villtist fram hjá bænum
því girðing var neðan frá Dalsánni, fast við
túnið, alveg upp í kletta og bærinn var rétt við
hliðið á girðingunni svo hann gat ekki villst
fram hjá honum þótt hann færi um hlið
girðingarinnar. Það sennilegasta var að hann
hefðiö lent yfir ána, sem var á haldi,
óafvitandi2) þó ótrúlegt væri það lrka að hann
44