Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 47
Hrakningar Einars
Gilsárdalur fyrir miðri mynd en Tó upp í vinstra horni. 20. október 1995. Ljósm.:Skarphéðinn G. Þórisson.
yrði ekki árinnar var í auðri jörðinni, þó segja
megi að hríðin væri þreifandi dimm. En hafi
hann nú lent yfir ána var eina vonin að hann
lenti út að Ámastöðum en engin líkindi að
hægt væri að finna hann hefði* * 3) hann lent þar
fram hjá.
Dagurinn leið og kvöldvakan til kl. 9. Þá
fór að draga það mikið úr veðraham þessum
að ákveðið var að fara yfir að Amastöðum og
spyrjast þar fyrir um Einar. Þeir Ingi og
Jóhann vom að búa sig út til þess þegar
húsmóðirin, Guðrún Stefánsdóttir, kom til
þeirra og sagðist hafa orðið þess vör að
komið var við bæjarhurðina, hvort
hesthúsdymar muni ekki hafa opnast og
hestamir hami sig nú við bæjardyraþilið.
Bæjardymar voru nú opnaðar og þar lá Einar
við hurðina.
Hann var borinn inn, afklæddur og látinn
í volgt rúm og gefin heit mjólk að drekka en
)) í handriti stendur „hafi“.
^) í handriti stendur: ... „lent yfir ána óafvitandi, sem var á haldi"....
^) í handriti stendur „hafi“
4' Svo í handriti.
ekkert orð gat hann sagt fyrst í stað. Það
fyrsta sem hann sagði var: „Getirðu4) gefið
mér tóbak“, og leit um leið til Jóns bónda.
Þess er getið áður að Einar fékk á
Bárðarstöðum lánaðan staf og brodda og í
frakka var hann en þama við dymar var hann
frakkalaus, staf- og broddalaus.
Einar lá í tvo daga á Bárðarstöðum.
Veðrið batnaði um nóttina og kindurnar vom
sóttar daginn eftir. Þá sást það á harðsporum
Einars að hann hafði alls ekki snúið til baka
er í bylinn gekk, heldur haldið inn dalinn,
móti veðrinu, en ekki beint því spor hans
fundust beggja megin árinnar, ótrúlega hátt til
hlíða dalsins. Eitthvað fannst af því sem
hann týndi. Einar hefur líklega búist við að
þetta mundi ekki verða nema él eitt, og þá
ekki viljað verða fyrir ámæli Jóhanns á
Brennistöðum sem heigull eða liðleysa.
Sögn Inga Jónssonarfrá Bárðarstöðum.
45