Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 49
Helgi Hallgrímsson
Samantekt um gangnakofa
á Fljótsdalsafréttum*
Kofatal (frh.)
III. Undir Fellum
„Undir Fellum“ eða Fellnaafrétt
kallast afréttarsvæðið vestan (norðvest-
an) Jökulsár og heimalanda í Fljótsdal,
frá Bessastaðaá og inn að Vatnajökli.
Mörk þess að norðvestan eru um Sauða-
hnjúka og Sanda vestan Snæfells, Þóris-
staðakvísl og Miðheiðarháls.
Syðst á þessu langa og fremur mjóa
gangnasvæði eru fellin, sem það er kennt
við, Laugafell, Hafursfell, Nálhúshnjúkar
og fjalladrottningin Snæfell (1833 m),
sem lengi var talið hæsta fjall landsins.
Innan við það eru Snœfellsháls og Þjófa-
hnjúkar, en Sauðahnjúkar o.fl. vestan
þess. Aðalgróðurlendið er austan undir
fellaröðinni, og af því var nafn afréttar-
innar dregið. Landið utan (norðan) fell-
anna er einnig allvel gróið, og tilheyrir
landfræðilega Fljótsdalsheiði. Þar hafa
aldrei verið kofar, en „undir Fellum“ hafa
verið tveir kofar frá gamalli tíð,
Laugakofi og Hálskofi.
Hér birtist síðari hluti „Samantektar um gangna-
kofa á Fljótsdalsafréttum", en fyrri hlutinn,
„Kofasaga “ og fyrri hluti „Kofatals", birtist í
síðasta hefti Múlaþings (nr. 25. /1998, bls. 72-89)
6. Laugakofi (Laugafell)
Laugakofi (eða Laugarkofi) er norð-
austan við rætur kollótts fells sem Lauga-
fell heitir, við Laugará, sem rennur niður
í Jökulsá fyrir utan fellið og myndar
bugðu til norðurs þar sem kofinn er. Heit
uppspretta er við kofann og hefur þar
verið byggð hringlaga baðlaug úr hellu-
grjóti. Laugakofi er líklega með þeim
elstu á afréttum Fljótsdæla.
Laugin við Laugafell kemur víða við
sögu. Einna fyrst mun hennar getið í
Sóknarlýsingu Valþjófsstaðasóknar eftir
Stefán Árnason prófast, sem rituð var
1840.' Þar segir séra Stefán:
„I laug þessari eða pytti, sem gjörður
er skammt fyrir neðan uppsprettuna og
sett stíflafyrir, þá fyliast skal, laugar sig
með jafnaði giktyeikt og kláðafullt fólk,
og þykir koma að góðu haldi, einkum
þegar menn undir eins drekka vatnið úr
sjálfri uppsprettunni. Þegar menn hafa
laugað sig, er geta 4 í senn, er stíflan tek-
in úr pyttinum og vatninu hleypt burt.“
Líklegt er að þá þegar hafi verið
komið eitthvert skýli við laugina, þótt
Stefán geti þess ekki. Árið 1872 er
kominn þar kofi, sbr. lýsingu Burtons hér
47