Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 51
Gangnakofar
Húsin við Laugakofa 1996. Fá vinstri: Yngsti og nœstyngsti Laugakofinn, Laugabúðir, og hesthús. Neðan
við það sést í girðingu kringum baðlaugina. Ljósm.: höfundur.
þessum stað. Við þeirri breytingu verður
líklega ekki spomað.
Frásögn ensks ferðamanns
Enskur ferðamaður, Richard F. Burton
að nafni, ferðaðist um Island sumarið 1872,
og ritaði bók um þessar ferðir sínar, sem út
kom í tveimur bindum árið 1875, samtals
788 blaðsíður.4 Þorvaldur Thoroddsen5 telur
bókina ruglingslega og lítils virði frá
fræðilegu sjónarmiði, enda hefur hún aldrei
verið þýdd á íslensku.
Burton lagði leið sína upp að Snæfelli
þann 17. ágúst, frá Valþjófsstað. Reið hann
með fylgdarmönnum sínum inn Norðurdal,
að beitarhúsum frá Kleif (líklega
Ofæmseli), og þaðan upp skógi vaxna hlíð
(Kleifarskóg) og upp á Heiðina, inn yfir
Öxará og Laugará:
„Þegar við riðum niður hægri bakka
hennar [Laugarár], komum við að Laug,
sem líkist mjög þeirri sem er í Reykjavík;
vatnið er við suðumark í uppsprettunni,
og 115° (F.) fáeinum skrefum neðar...
Fimmtán skrefum (yards) vestan við
Laugina er Laugarkofi..., hreysi um 7 x 6
fet, með þurrum grjótveggjum, niðurgraf-
inn um 2 fet; þakið er áreft torfþak, og
stutt af einni stoð. Við hittum svo vel á,
að kofinn var í viðgerð... Nóttin íhlýju og
(tiltölulega) hreinu „hreiðrinu“, með
ýlfrandi vindfyrir utan, hefði getað verið
ánægjuleg, ef ekki hefðu verið áhyggjur
af morgundeginum. “
Eftir vel heppnaða hringferð um
Snæfell daginn eftir, með viðkomu í
Hálskofa, segist Burton hafa orðið feginn
að sjá aftur gufuna frá Lauginni, og
næstu nótt gistu þeir aftur í Laugakofa.
Um miðnætti fór Burton út „til að fá
49