Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 53
Gangnakofar
Rústin við Hafursárfoss. Bryndís Brandsdóttir jarðfrœðingur stendur á henni. Ljósm.: höfundur.
kominn til sögunnar árið 1872 þegar Burton
(fyrrnefndur) var á ferðalagi þar.
I hreppsreikningum um aldamótin er oft
getið um framlög til Hálskofa eða „kofa
undir Fellum“, eins og hann er oftast
nefndur. (1880-81: 17 kr.; 1893: 15 kr.;
1898: um 34 kr.; 1899: 11,80 kr.; 1901: 45
kr). Árið 1901 vinna 2 menn, með 3 hesta, í
4 daga við kofann, og skipt er um hurð og
stoð. Er líklegt að kofinn hafi þá að mestu
verið endurbyggður. (Sama ár er skipt um
mæniás í Laugakofa).
Líklega er það sá kofi sem myndir eru af
í grein Ingólfs, teknar sumarið 1935
(Múlaþing 25, bls. 77). Samkvæmt þeim
hefur kofinn verið lágur og sporöskjulaga,
snúið þvert á hlíðina, með dyrum á austur-
stafni, sem opnast inn, rúmur meter að hæð.
Mikið af hellum er á kofaþakinu, líklega til
að verja það fyrir stormi, en gluggi enginn.
Ofanvert við kofann er allhá stöng, sem
Ingólfur segir hafa verið reista „til
leiðbeiningar í snjó á vetrum“. Gamlir
Lljótsdælingar telja að Hálskofi sé byggður
á sífrera, og draga þá ályktun af því, að
veggir kofans hafa viljað síga og lækka
óeðlilega hratt.
„Kofinn var lágur og lítill, og dyrnar
það þröngar að þegar við gengum inn, þá
tókum við með okkur dyraumbúnaðinn á
herðarnar... . Hann var einn með þeim
hrörlegri fjallakofum, sem ég hef gist í, og
eru þó margir lélegir, “ segir Steindór
Steindórsson í útvarpsviðtali, en hann gisti í
kofanum sumarið 1935.
Um þetta leyti var kofinn endurbyggður
með járnþaki og veggirnir hækkaðir til
muna. Sá kofi stendur líklega enn, og snýr
þvert á þann sem þarna var fyrir (mynd, bls.
53). Hann er nú notaður sem hesthús. Um
1960 var byggður þarna lítill skáli, klæddur
bárujárni, við hliðina á gamla kofanum. í
honum eru tvíbreiðir rúmbálkar með báðum
hliðum. Hann er gólflaus og heldur óvist-
legur. Lítil hestagirðing er við kofana.
Hálskofi hefur töluvert verið notaður til
51