Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 54
Múlaþing
Hálskofi undir Fellum, veturínn 1983. Jóhann Þórhallsson og Lilja Oladóttir sitja á stuðara jeppans.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
gistingar af ferðafólki og rannsókna-
mönnum, enda er staðurinn sérstaklega
hentugur til að gera út þaðan. Þaðan er stutt
að ganga á Snæfell. Er þá fyrst farið upp á
Snæfellsháls og síðan af honum SA á
fjallið, þægileg fjallganga og óvíða mjög
brött, hefur jafnvel verið farið þar með hest
upp á fjallið. Þaðan eru um 6 km inn að
Eyjabakkajökli, en í Þjófadali er nokkru
styttra.
Leiðangur Ingólfs og félaga hafði þarna
viðdvöl sumarið 1935, og sumarið 1937
dvaldi þarna breskur leiðangur undir stjórn
P. Falk, sem kannaði gróður og smádýralíf
ýtarlega. Þeir munu þó hafa gist í tjöldum.6
Gunnar Ólafsson hefur lýst gistingu
að vetrarlagi í Hálskofa 1961, og virðist
þar eiga við torfkofann. Þar ritar hann:
„I Hálskofa komum við kl. 9 um
kvöldið og var þá nokkuð farið að rökkva
[þetta var 30. marsj. Það hafði tekið
okkur nokkurn tíma að finna kofann, því
að hann mátti heita á kafi í snjó. Við
höfðum haldið að hann stæði á bersvæði,
en þess í stað var hann í brekkuhalla,
auðsjáanlega ekki reiknað með því að
menn þyrftu að leita hann uppi að
vetrarlagi.
Uppi á dyrakampinum lá reka, en án
hennar hefðum við sennilega aldrei
komist inn í kofann... En þótt við værum
búnir að moka frá innganginum var ekki
allur vandi leystur, því að hurðina
fengum við hvergi hreyft. Fennt hafði inn,
síðan þiðnað að nokkru og allt hlaupið í
svell og gadd, og fengum við með engu
móti opnað hurðina fyrr en við höfðum
brotið og tálgað neðan af henni... Hurðir
á þessum húsum þurfa að vera tvískiptar,
þannig að opna megi efri hlutann sér á
parti. Mikill snjór var inni í kofanum og
tók það nokkurn tíma að moka út, svo við
fengjum eldunarpláss og legurúm. “ 1
52