Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 61
Gangnakofar
Gamli Sauðárkofinn og annar yngri við hlið hans, nú báðir notaðir sem hesthús. Snyrtilegur stafli af
brennivínsflöskum er við stafninn, og byggingarefni í nýjasta kofann við hlið hans.
Ljósm.: Oddur Sigurðsson, Reykjavík.
hlaupið í klaka, svo að hurð varð eigi
hnikað frá stöfum, og því síður opnuð, og
engin tök né tæki til að bæta úr...
Þó komumst við að lokum í kofann, - að
krókaleiðum. A efra stafni, ofan við
vegglœgju, var gluggi eða Ijóri, glerlaus,
svo víður, að við gátum troðist þar í gegnum
með lierkjum og harmkvælum, út og inn, og
síðan látið okkur detta eins og draugurinn
forðum. “ 18
A eftir þessu fylgir dálítil „hugvekja“
Helga um fjallakofa almennt á íslandi, þar
sem hann vitnar í ummæli Guðmundar frá
Miðdal, sem fyrr var getið (Múlaþing 25,
bls. 78). Síðar í greininni kemur fram, að
kofagólfið var þakið af gömlu heyi, nema
þar sem bólsturinn var inn frá dyrum, en
kalt þótti þeim að sofa á honum. Prímus var
í kofanum og nokkrar olíuflöskur.
Þessi kofi hefur verið við lýði, lítið
breyttur, fram yfir miðja öldina. Þann
30. nóv. 1952 fóru þeir Páll á Aðalbóli og
Aðalsteinn (yngri) á Vaðbrekku í eftir-
leitir inn á Vesturöræfi og í Kringilsár-
rana, og gistu í Sauðárkofa að venju:
„hann var þá nýlega upp gerður af
torfi og grjóti, vel þéttur eins og síðar
kom í Ijós. Við hýstum hestinn, höfðum
hann innst, en bjuggumst sjálfir um nær
dyrum með hundunum, kveiktum á olíu-
lampa sem var þarna, síðan á prímus, og
hituðum okkur kaffi. Þegar fór að hitna
inni tókum við eftir því, að Ijósið dofnaði
mjög á lampanum, og með því að það
batnaði þegar kofadyrnar voru opnaðar,
þóttumst við sjá að mjög vel hefði tekist
að þétta kofann um haustið. Til þess að
geta haft kofann lokaðan, gerðum við
smágat á mœni kofans, nokkurskonar
stromp. Til þess verks urðum við að nota
hnífa okkar, og var heldur torsótt. “ 19
í þessari frásögn kemur fram að
59