Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Qupperneq 63
Gangnakofar
Sauðárkofi 17. júlí 1996.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
lengra í átt til dyranna. Hélt hann nú helst
að Olafur myndi kominn og væri að
glettast við sig, vakti um hríð og beið
hans, án árangurs, og sofnar enn.
I þriðja sinn hrekkur hann upp og er þá
kominn allur fram í dyratóttina og fæturnir
út undir bert loft, því hann hafði tekið
hurðina af hjörum. Eftir það varð honum
ekki svefnsamt, og ekki kom Ólafur um
nóttina, né heldur daginn eftir. Fréttist síðar
að hann hefði látist þessa sömu nótt sem
kippt var í Guðmund. (Sverrir í Klúku,
dóttursonur Ólafs Vigfússonar, telur að
þetta hafi gerst í Fitjakofa, því Sauðakofi
hafi þá ekki verið til).
Annar merkilegur fyrirburður átti sér
stað í Sauðárkofa. Þann 23. sept. 1930
fórst Sigfinnur Mikaelsson við heyflutn-
inga á sjó í Seyðisfirði, og með honum
þrjár yngstu dætur hans. Sigfinnur hafði
áður verið á Aðalbóli og Brekku í Fljóts-
dal, og líklega oft farið í göngur á Vestur-
öræfum, og tekið lagið í Sauðárkofa í
glöðþum hóp, því hann hafði góða söng-
rödd, og var auk þess vel hagmæltur.
Þennan sama dag eða nóttina eftir
slysið í Seyðisfirði, gistu Fljótsdælingar í
Sauðárkofa. Þegar þeir eru lagstir til
svefns og steinhljótt í kofanum, sumir
líklega sofnaðir, heyra einhverjir þeirra,
að sunginn er sálmur, með bjartri og
fagurri karlmannsrödd. Ekki höfðu
gangnamenn þó orð á þessu fyrr en um
morguninn. Þeir undruðust þetta að
vonum, en þegar þeir komu til byggða
fréttu þeir um slysið, og töldu þá víst að
Sigfinnur hefði verið að þakka þeim fyrir
samfylgdina. Þetta er eftir sögn Jóhönnu
Kjerúlf, Rögnvaldar Erlingssonar o.fl.
Fljótsdælinga.
Rögnvaldur nefnir m.a. þá Baldur í
Klúku, Jörgen á Víðivöllum og Jón M.
Kjerúlf, sem hafi orðið vitni að þessu, og
hefur einhver þeirra sagt honum það.
61
L