Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 64
Múlaþing
Sauðárkofi seinni part vetrar 1987.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
Lindakofi
Lindur nefnast heitar uppsprettur, sem
koma fram á tveimur stöðum, yst í Hálsi
á Vesturöræfum, stutt frá Jökulsá,
skammt utan við Lindarlæk (ranglega
nefndur Klapparlækur á korturn), sem
kemur ofan af Búrfellsflóa (eða Búrfells-
öldudragi). Ofan við Lindurnar er
Hálsalda (700 m y.s.), en þaðan sést vel
yfir „Jökulsárdalinn“ og Kárahnjúka.
Við Syðri-Lindur segist Sverrir Þor-
steinsson hafa séð tótt af litlum gangna-
kofa, sem hafi verið með vindauga á
þekjunni. Telur hann að kofinn hafi verið
notaður samtímis Fitjakofa, áður en
Sauðárkofi var byggður, þó líklega mest
á síðasta tug 19. aldar, eftir að Fitjakofi
skemmdist við jökulhlaupið 1890.
Enginn annar kannast við að þarna sé
kofatótt. Páll Pálsson segir þó að
grjóthrúga nokkur og hella stök rétt hjá
hrúgunni hafi nýlega blásið upp við
Syðri-Lindur. Ekkert hleðslulag var að
sjá á þessu grjóti í rofinu. Hann getur
þess til að Reykjasel Hrafnkelg sögu hafi
ef til vill verið þar. (Það hefur löngum
verið talið hafa verið miklu neðar, eða á
móts við Reykjará. Sjá Sveinbjörn
Rafnsson o.fl. 1990).23
„ Við syðra laugasvœðið er skáli, sem
fluttur var þangað af Orkustofnun, til að
veita skjól þreyttum og hrjáðum fugla-,
grasa- og hreindýraspekingum. Nú er
skáli þessi í umsjón heimamanna, “ ritar
Helgi Torfason 1989. 24 Laugarnar þarna
eru frá 25 til 35 stiga heitar, og er bað-
laug ágæt við skálann. Skálinn kallast
Lindakofi.
Við Ytri-Lindur er nú lítil fjárrétt og
girðingarhólf, sem Aðalbólsmenn notuðu
til að reka í fé til rúnings á vorin.
V. Rani (Ranaafrétt)
Raninn er afréttarsvæði á Jökuldal og
Fljótsdalsheiði, fyrir austan Hrafnkels-
62