Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 66
Múlaþing
Nýju skálamir við Fjallaskarðskofa, ló.júlí 1996.
urra gangnamanna í Ranagöngum. Það
hefur líklega verið á árunum 1860-70.
„Þrisvar byggði ég Ranakofa meðan ég
var í dalnum,“ segir Pétur.25 Sýnir það
best hvað kofarnir þurftu mikið viðhald,
því Pétur var ekki við búskap í Fljótsdal
nema um aldarfjórðung.
Kofinn hefur líklega verið endur-
nýjaður sumarið 1898, eins og fram
kemur í reikningum Fljótsdalshrepps, en
þá hefur Halldór á Klaustri „lagt til“
dyraumbúning og glugga á kofann (á 3
kr.), en alls var kostnaður við kofann
28,80 kr. það sumar. Nýr kofi var byggð-
ur í Fjallaskarði árið 1936, sem hefur
síðan verið endurbyggður í svipuðu
formi. Sá kofi er nokkuð sérkennilegur,
því að hann er með afar þykkum veggum,
sem hlaðnir eru úr hellugrjóti, og
járnþaki á sperrum, sem torf er lagt ofan
á. Allstórt hesthús var byggt við kofann
1968-69, fyrir forgöngu Péturs Gunnars-
sonar, segir Aðalbjörn Kjerúlf. Það er
Ljósm.: Skaphéðinn G. Þórisson.
byggt þvert á kofann, með járnþaki og
timburstöfnum, og tveimur dyrum á
austurhlið, sitt hvoru megin við kofann.
(Litmynd af kofanum birtist í auglýsinga-
ritinu Land, Blaði um ferðamál, 3. árg.
1986).
Á árunum 1972-73 var reistur þarna
myndarlegur gistiskáli stutt frá kofanum.
Hann er í sumarhúsastíl, með háu og
bröttu þaki, og rúmar 12 manns í kojur.
Árið 1991 var loks fluttur þangað skúr
með kojum, keyptur af Landsvirkjun,
sem rúmar um 10 manns. Hann er
aðallega notaður á vegum hestaferða,
sem hafa fastan gististað í Fjallaskarði,
eins og staðurinn er vanalega nefndur.
Jeppaslóð liggur að kofanum af Snæ-
fellsvegi, innan við Gilsárvötn.
11. Brattagerðiskofl
Á Brattagerði í Rana var búið næstum
samfellt frá 1826 til 1877, en á Þorskagerði
1807-1810 og 1872-1875. (Sigurður Krist-
64