Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 69
Gangnakofar
Geldingafellsskáli 2. ágúst 1995.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
Snæfellsskáli á Söndum
„Skáli þessi var byggður aðra helgi
ágústmánaðar 1970, af Ferðafélagi Fljóts-
dalshéraðs (F.F.F.), sem stofnað var25. ágúst
1969, og voru stofnfélagar 84. Varþettafyrsta
verkefnifélagsmanna. Efhiviðurinn varfluttur
tilsniðinn áflekumfrá Egilsstöðum, afEðvald
Jóhannssyni og Gunnlaugi Sigurðssyni, og
fjöldi manna og kvenna með í för. Var þá
reistur fyrsti hluti skálans, 4x6 m, á sex tím-
um, og daginn eftir, 9. ágúst, kveikti Brynhild-
ur Stefánsdóttir Ijósmóðir frá Merki, eld í
eldstæði skálans (kolaeldavél frá Tóka-
stöðum), og skal hann síðan vistlegur og hlýr.
Þann 31. júlí 1976 var byggt við skálann
til suðurs, og kallast söngstofa og suðurloft.
Sá hluti er 4 x 4 m og vinsæll staður. 29. júlí
1979 var reist álma til austurs, 2 x 4 m, oger
þar eldunaraðstaða. Taldist skálinn með
henni jullbyggður. En 28.-31. ágúst 1987 var
sá stafií sniðinn af og byggð álma þvert í
gegnum eldri álmuna, og er sú bygging 50 m2
að grunnfleti á tveimur hœðum.
A neðri hæð er eldunaraðstaða og
borðstofa, gangar, forstofa og húsvarðar-
herbergi. A efri hæðinni tvö svefnloft.
Rúmar húsið nú allt 60-70 manns, og telst
fullbyggt.
Völundur Jóhannesson hannaði skál-
ann, sem og fleiri slíka, og undir hans
stjórn, og Hermanns Eiríkssonar, hefur
hann verið byggður, af fjölda manna og
kvenna, sem vinnuferðapistlar gestabók-
anna hér vitna best um. Efniviður skálans
kemur frá Trésmíðaverkstœði K.H.B.,
Egilsstöðum, panel í borðstofu og gang gaf
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs. Eldavélin er
frá Hofteigi á Jökuldal, og er miðstöðin
lögðfrá henni. “
Þetta er tekið orðrétt upp úr gestabók
Snæfellsskála, IV, sem byrjuð var 10. ágúst
1989, en er nú fullskrifuð og geymd í
Héraðsskjalasafni Austurlands.
Skálinn stendur á mel á Söndunum
vestan undir Snæfelli miðju, eða „Skála-
tindi“, skammt frá fjallsrótum, við upptaka-
67