Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 70
Múlaþing
kvíslar Sauðár á Vesturöræfum, í um 800 m
h. y.s.
„Sœmileg tjaldstæði eru austan við
skálann, og rétt hjá afbragðs bœjarlækur,
kögraður dýjamosa. Gróðurteygingar
eru á víðum flötunum suður af skálanum,
en upp af og litlu norðar rís dökkur
Hamar í Snæfelli. “ Svo ritar Hjörleifur
Guttormsson 1987, bls. 70.
Við skálann er myndarlegur stuðla-
bergsdrangur, með áletrun, til minningar
um Hrafn Sveinbjarnarson á Hallorms-
stað, sem lengi var potturinn og pannan í
Ferðafélaginu. Bílfært er að skálanum frá
Laugará við Sauðafell, en þangað liggja
vegir bæði úr Hrafnkelsdal og Fljótsdal.
Skálinn er eign Ferðafélags Fljótsdals-
héraðs. Þar er gæslumaður í júlí-ágúst,
enda oft margt um manninn, og vanalega
einhverjir í gistingu.
Umhverfi Snæfellsskála er heldur
auðnarlegt og skjóllaust. Er vandséð
hvers vegna þessi staður var valinn fyrir
skálann, en líklega hefur það mestu
ráðið, að efnið í fyrsta skálann var flutt
upp úr Hrafnkelsdal og auðveldast var að
koma því inn á Sandana, þar sem skálinn er.
Snæfellsbúðir undir Fellum
Svo nefndist skúrasamstæða, sem
Orkustofnun lét koma fyrir norðaustan í
fjallsrótum Snæfells, sunnan undir Haf-
ursfelli og stutt fyrir utan Hafursárgil, á
melkolli eða hjalla í um 750 m h. y.s.
Hlíðin er þarna allvel gróin, og staðurinn
í skjóli fyrir norðaustan og norðan áttum.
Þaðan er mikilfenglegt útsýni til aust-
urhlíðar Snæfells, með skriðjökultungu,
og yfir Snæfellsnes og Eyjabakkasvæðið.
Þarna væri ákjósanlegur staður fyrir
ferðamannaskála. Þeir sem fást við rann-
sóknir í sambandi við fyrirhugaða Fljóts-
dalsvirkjun hafa dvalið þarna undanfarin
surnur. Nú (1999) hafa allir þessir skúrar
verið fluttir burtu, og búðirnar þar með
lagðar niður.
Laugarbúðir við Laugakofa (Lauga-
fell) voru áður nefndar (Sjá Laugakofa).
Lindakofi á Vesturöræfum (sjá áður).
Búðir á Grenisöldu Fljótsdalsheiði
Á Grenisöldu austan við Gilsárvötn á
Fljótsdalsheiði voru reistar búðir fyrir
rannsóknamenn og starfsfólk við undir-
búning Bessastaðaárvirkjunar þegar upp
úr 1970. Fjöldi manns getur gist og
matast samtímis í þessum búðum. Þar var
sett upp rafstöð og ýmiss konar önnur
þægindi. Einar Ö. Björnsson frá Mýnesi
hélt þarna til í nokkur ár á níunda ára-
tugnum, sumar sem vetur, og gegndi
hlutverki búðavarðar.
Múlabúðir á Múla
Kringum 1980 lét Orkustofnun flytja
skúra upp á Múlann í Fljótsdal og koma
fyrir við Kelduá vestan ármóta Grjótár.
Jafnframt var lögð jeppaslóð inn dalinn
frá Glúmsstaðaseli og upp hlíðina milli
Sníkilsánna, upp á Múlann. Þessi bygg-
ing mun aðeins hafa verið notkun eitt eða
tvö sumur. Dagur Kristmundsson, Egils-
stöðum, hefur umsjón með henni, og hún
hefur verið leigð gegn viðhaldi.
Búðir við Fremri-Kárahnjúk
Sumarið 1997 var komið fyrir skúrum
SV undir Fremri-Kárahnjúki við Jökulsá á
Dal, þar sem staðið hafa yfir rannsókna-
boranir á fyrirhuguðu stíflustæði.
68