Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 76
Múlaþing
Kafbáturinn U-255 var smíðaður í Wegesacker Werft, Bremen-Vegesack. Hann var sjósettur 21.
desember 1940. Hann fór sína jómfrúrferð 29. nóvemer 1941. Skipherra var Kptlt. Reinhart Recke
(riddarakross-beri) og var hann enn stjórnandi hans í þeirriferð sem hann skaut á Richard Bland. Um
þetta leyti tilheyrði U-255 11. flotadeild (Flotilla) þýska kafbátaflotans, en sú flotadeild hafði þá aðsetur
í Bergen í Noregi. U-255 var framvörður 19 kafbáta á þessum tíma. Honum tókst á líftíma sínum ( 29.
nóv. 1941 til 13. des. 1945) að sökkva 12 skipum, þar afvar bandarískur tundurspillir, USS Leopold (1200
tonn). Samtals voru þessi 12 skip 55.073 tonn að stærð.
Ellefta flotadeild athafhaði sig mestan tímann (frá 15. maí 1942 ogfram í sept, 1944) í Norður-Ishafinu
og þá aðallega gegn PQ skipalestunum. U-255 var afgerðinni VllC en afþeirri gerð smíðuðu Þjóðverjar
52 báta. Við uppgjöf Þjóðverja í maí 1945 varfarið með U-255 til Loch Eriboll og sökkt 13. desember
1945 ásamt ca 100 öðrum kafbátum ( norður af Bretlandseyjum).
í skipið en þó enn meira að synda aftur í
land. Það var á móti stríðum straumi Fljót-
anna enda reyndi það mjög á Norðmanninn,
sem var ekki vanur volkinu í köldum
sjónum blönduðum jökulvatni um hávetur,
enda fór það svo að Stefán þurfti að hjálpa
Erling síðasta spölinn í land. Það vildi þeim
til happs að Húseyingar voru staddir úti á
Sandi með hest og sleða. Var Erling komið
upp á sleðann og förinni flýtt heim í Húsey,
þar var vel tekið á móti þeim. Hlúð var
sérstaklega að Erling sem hresstist bæði
fljótt og vel.
Nokkrum dögum síðar komu hermenn úr
bandaríska hernum á Reyðarfirði á vél-
bátnum Birki SU 519 frá Eskifirði. Unnu
þeir tvo daga við að losa byssur og spil af
flakinu og koma því um borð í Birki. Að því
loknu sigldu þeir með feng sinn til Reyðar-
fjarðar og sáust ekki meira í námunda við
skipsflakið.
Það mun ekki hafa verið mikil umferð í
kringum flakið næstu vikumar að undan-
skildum ferðum þeirra Sleðbrjótsbræðra,
Geirs og Sigurðar Stefánssona, en þeir ku
hafa skroppið út í flakið á árabáti sem