Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 77
Timburskipið á Húseyjarsandi
Systurskip Richard Bland, eitt af 385 Libertyskipum sem smíðuð voru í
Bethlehem-Fairfield Shipyard skipasmíðastöðinni í New Jersey.
Björgvin Vigfússon á
Ketilsstöðum lánaði
þeim. Fyrsta ferðin
sem þeir bræður fóru
var eingöngu könnun-
arleiðangur, aðeins lit-
ið á strandið í nálægð
og lítið var um „björg-
un“ í þeirri ferð enda
höfðu þeir engin verk-
færi með sér. Þeir
munu þó hafa hirt
nokkrar spýtur á floti
og haft þær með í land
og greitt með þeim
bátslánið.
Það var svo ekki
fyrr en 3. maí sem Borgfirðingar fóru í sinn
fyrsta könnunarleiðangur. Klifruðu þeir upp
stjórnborðssíðuna þótt örðugra væri það en
að klifra upp bakborðsmegin. En þeir vissu
af hermönnunum á Ketilsstöðum og voru
ekki í neins leyfi við væntanlega „björgun“.
Þegar um borð var komið var flakið kannað,
meðal annars var verkstæði bátsmanns
heimsótt en það var frammi í stafni.
Talið var að þeir hafi haft einhverja
minjagripi með sér í land sem var þó ekki
orð á gerandi. Þórður Jónsson frá Borgar-
firði kveðst hafa séð útbúnað innan á
byrðingi skipsins sem hann telur að muni
hafa verið til varnar segulmagnstundur-
dutlum, voru það járnstokkar sem í voru
blýhúðaðir rafstrengir.
Eftir þessa fyrstu ferð Borgfirðinganna,
sem aðeins var könnunarleiðangur, réðu þeir
ráðum sínum um hvernig staðið skyldi að
„björgun“ timbursins úr Richard Bland.
Kom þeim saman um að þegar vel viðraði
við Héraðssand borgaði sig betur að róa til
timburs en fiskjar.
Nú hófst „björgunin“ af eins miklum
krafti og veður leyfði, bæði frá sjó og landi.
Hjaltastaðarþinghármenn söfnuðu liði og
náðu þó nokkru í land. Þeir reru út með tóg
og bundu saman planka í fleka sem karlar
uppi á sandi toguðu til sín.
Borgfirðingar hlóðu trillur sínar og sigldu
með timbrið heim. Þegar best viðraði og vel
stóð á falli hnýttu þeir timbur saman í fleka
og drógu þá heim.
Svo var það dag nokkurn snemma í júní
að Borgfirðingar höfðu róið til timburs að til
þeirra kom stór bátur, Stella NK 64, og var
þar kominn Guðmundur Sigfússon kaup-
maður frá Neskaupstað. Hann bauð Borg-
firðingum að flytja fyrir þá timbur til Borgar-
fjarðar. Var nú keppst við að hlaða Stellu og
að því loknu var einn Borgfirðingur sendur
með Stellu til Borgarfjarðar en hinir hlóðu
trillur sínar og að svo búnu héldu þeir heim.
Stella sigldi til Borgarfjarðar og setti
manninn í land en sigldi síðan með timbrið
til Neskaupstaðar.
Eftir þessa uppákomu var boð látið út
ganga þess efnis að öllum væri óheimilt að
hirða spýtur úr Richard Bland því að eig-
endur timbursins væru: Kaupfélag Borgar-
fjarðar, Borgarfirði, Kaupfélag Héraðsbúa,
75