Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 82
Múlaþing
manna. Það brimar oft við Héraðssand og
verður þá mikið um sandflutninga þegar
þannig viðrar á ósinn og flytur sandinn til
um nokkra tugi og jafnvel nokkur hundruð
metra. Þegar skipshlutinn endanlega hvarf
í sandinn mun ósinn hafa grafið undan
honurn og hann oltið.
En hver veit nema einhvern tíma eigi
hann eftir að sjást aftur og þá kominn á fast
land. Enginn veit hver áhrif það kann að
hafa á Löginn og Héraðssanda þegar land-
drekkjendum hefur tekist að flytja flest
austfirsk jökulvötn í Löginn. Né heldur
hver veðurfasleg áhrif það kann að hafa á
gróður og mannlíf á Héraði.
Ég vil að endingu þakka öllum þeim
sem aðstoðuðu mig við samantekt þessa
efnis: Árna Halldórssyni og eiginkonu
hans, Stefánný Níelsdóttur frá Húsey, en
hún gaf mér mynd af flakinu, Geir Stefáns-
syni á Sleðbrjót þakka ég alla aðstoð.
Stefáni Jónssyni frá Torfastöðum, Ragnari
Magnússyni og Erni Þorleifssyni frá Húsey,
Guðmari Ragnarssyni frá Hóli, Guttormi
Sigbjarnarsyni frá Rauðholti svo og
Borgfirðingunum Ármanni Halldórssyni,
Sigurði Ó. Pálssyni, Þórði Jónssyni, Sigur-
steini Jóhannssyni, Sólbakkabræðrum;
Braga og Jóni Sigurðssonum, Hilmari
Snorrasyni, skipstjóra og skólastjóra Björg-
unarskóla Slysavarnafélagsins, svo og
öllum þeirn öðrum sem hafa frætt mig um
þetta efni.
80