Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 83
Finnur N. Karlsson Gömul blöð frá Asi í Fellum s Héraðskjalasafni Austfirðinga á Egils- stöðum eru varðveitt tvö kver sem sennilega hafa slitnað upp úr bók með skjölum sem vörðuðu kirkjustaðinn As í Fellum. Eldra kverið hefst á staðarúttekt frá 28. maí 1668. Tilefnið var að Brynjólfur biskup Sveinsson, sem keypti jörðina 1662, gaf hana kirkjunni til ævarandi eignar. Biskup átti þá að baki erfið mál vegna dóttur sinnar. Gjöfin ber upp á sama árið og hann gerði Þórð Daðason (sem Brynjólfur nefnir oftast Ragnheiðarson) að einkaerfingja sínum enda börn hans fallin frá þegar hér er komið sögu. Það kom í hlut Hjalta Jóns- sonar, umboðsmanns biskups hér eystra, að afhenda eignina og sr. Einars Jónssonar að taka við. Mér er ókunnugt um hvort sjálft gjafabréfið, skrifað á kálfsskinn með 9 heilum og hangandi innsiglum, hefur varðveist en samkvæmt vísitasíubók var það enn í kirkjunni 1777. Staðarúttektin er að ýmsu leyti merkilegt plagg, bæði innihald hennar og aldur handritsins. Eftir því sem best er vitað er þetta elsta frumrit í Héraðsskjalasafni Austfirðinga og vekur furðu að það skuli hafa fengið að hafa friðinn hér fyrir austan í þær ríflega þrjár aldir sem liðnar eru síðan það varð til. Samrit er að finna í bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar með annarri rithönd en sömu eiginhandarundirskriftum. Skjalið hefur því verið gert a.m.k. í tvíriti á Ási, annað verður eftir í kirkjunni en hitt lætur Brynjólfur binda inn í bréfabók sína. í staðarúttektinni er kirkjunni lýst með öllu sem í henni er, þá bæjarþorpinu; bænum sjálfum, skála, baðstofum tveim, ónstofu, skemmuhúsi, fjósi og hlöðu og „húskorni“ fram af fjósinu. Niður á vellinum er lambhús ásamt hlöðu, kofa þar fram af og litlum fjárhúsum og einu húsi enn sem þó er hálffallið. Þar liggur gamall kirkjustigi.1 En lítum nú á kirkjuna, skrúða og áhöld ^Önnur skjöl í þessu kveri eru afrit eldri gagna, svo sem vísitasíu Brynjólfs frá því í ágúst 1669. Síðasta plaggið í kverinu er ekki heilt, vantar aftan á. Þar er lýst vísitasíu frá 23. ágúst 1672. Yngra kverið er frá 1679 og geymir uppskriftir eldri skjala: „Áskirkju jörð Fjallssel áhrærandi“. Á aftasta blaði og á næsta blaði á undan því kemur fram að þessi syrpa, sem hefur verið tekin saman vegna þrætumála, hefur upphaflega verið sjö blöð og vantar því eitt blað framan á. Kverið endar á yfírlýsingu Stígs nokkurs Þórarinssonar um að Áskirkja eigi Fjallssel í Fellum en ekki hann. Þessa yfirlýsingu er einnig að finna í síðasta bindi bréfabókar Brynjólfs biskups Sveinssonæ; sögð uppskrifuð eftir Alþingisbókinni. Með kverunum tveimur fylgir stakt blað, máð, götótt og svo fúið að það rétt hangir saman. Það hefur að geyma lögfestu sr. Bjarna Einarssonar, væntanlega vegna deilna um hvað tilheyrði staðnum (landamerkjum er lýst). Lögfestan hefur farið fram 2. apríl 1695 en skrifuð á þetta blað og staðfest 23. júlí 1702. Staka blaðið er því yngra en kverin tvö ogbrotið stærra en á þeim. 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.