Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 88
Múlaþing
Eldri kaleikurinn ásamt patínunni í Áskirkju.
Ljósm.: Jósep Marinóson.
Heimildir eru fyrir því að Áskirkja átti
klakahögg árið 1397 og járnkarl a.m.k. frá
1641,22 Þórður Þorláksson segir í vísitasíu
1677 að kirkjan eigi járnkarl, pál og reku.
Sami járnkarl er nefndur hjá Jóni Vídalín
1706 og 1730 er einnig á hann minnst. Árið
1762 er komist svo að orði að það eigi að
vera til járnkarl á staðnum og varla hægt að
skilja það öðru vísi en að hann sé ekki
tiltækur. Sennilega hefur sóknarpresturinn,
Grímur Bessason, sá ógurlegi skelmir,23
verið að nota hann fyrir sjálfan sig en
Grímur fór nokkuð frjálslega með eigur
kirkjunnar og bar ýmsu við þegar
hann var krafinn skýringa. Undir
lok vísitasíunnar er járnkarlinn
fundinn. Árið 1777 er enn til slíkt
amboð, sagt tvær álnir og þremur
fjórðu betur og 1832 er meðal
eigna kirkjunnar járnkarl sem
vegur 12 pund. Skömmu eftir
miðja 19. öld (1853) finnst
„duglegur“ járnkarl þegar verið er
að taka gröf og „menn ætla að
kirkjan hafi átt“. Freistandi er að
geta sér þess til að alltaf sé verið
að tala um járnkarlinn sem var í
kirkjunni 1668 þótt um það verði
ekki fullyrt en svo mikið er víst að
nú á kirkjan tvo jámkarla um hríð.
Hvergi fæ ég séð nein merki um
að járnkarl hafi glatast eða annar
verið keyptur fyrr en 1883 að
kirkjan stendur uppi graftólalaus
og eru þá keyptar tvær rekur og
járnkarl (skv. reikningum 1883-
1884). Aðeins einn járnkarl er í
kirkjunni 1894, sagður gamall. Járnkarl á
kirkjan síðan óslitið þar til vísitasíubók
endar 1953.
Ekki væri ónýtt ef tækist að hafa upp á
þessu amboði því þá væri hægt að ráða af
lýsingum hvort það er sami járnkarlinn og
var í kirkjunni 1668. I þessu sambandi
verður að hafa í huga að talsvert vantar í
vísitasíubækurnar.
Maríualtari og líkneski
Árið 1576 er Maríualtari í Áskirkju og
fær að vera þar í friði fyrir hverjum bisk-
upnum á fætur öðrum. Þegar Þórður Þor-
láksson vísiteraði á Austurlandi í seinna
skiptið, 1683, kemur meira að segja fram að
22Sama heimild, bls. 381.
23Sjá t.d. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar og Austfirðingaþætti Gísla Helgasonar í Skögargerði. Ak. 1949.
86