Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 93
Gömul blöð frá Ási í Fellum
mublu. Þar er talað
um gamlan og
„óhentugan“ predik-
unarstóll. Væntan-
lega er í báðum til-
vikum verið að tala
um þann sem nefndur
er 1668. Nýr predik-
unarstóll er kominn í
kirkjuna 1766 og
málaður árið eftir í
bláum, rauðum og
brúnum lit.
Altari
Altari Áskirkju er
í vísitasíu 1730 sagt
gamalt og vart brúk-
andi. Nýtt altari er
komið í kirkjuna ná-
kvæmlega hundrað árum síðar en hún hafði
þá verið endurbyggð tveimur árum fyrr.
Hvort altarið frá 1668 hefur dugað þangað
til er ósennilegt en ekki óhugsandi.
Stokkar
Stokkar þeir sem nefndir eru í blöðunum
frá Ási eru væntanlega geymslur fyrir sknrða,
a.m.k sá stærri. Ekki er auðvelt að rekja slóð
þeirra. Kirkjan átti tvo þegar á dögum Gísla
biskups Jónssonar. Árið 1762 er nefndur
skrúðastokkur með lausu loki og er það
væntanlega sá sami og stærri stokkurinn sem
getið er um 1668. Árið 1767 er einnig talinn
skrúðastokkur með loki en baklama. Tíu
árum seinna er minnst á hann aftur og í sama
skipti uppskrifaður annar skrúðastokkur,
ásamt fleiri aflögðum munum úr kirkjunni,
sagður stór með lausu loki og klofnu.
„Baksturseskjur“ voru geymsluöskjur
fyrir oblátur (bakstur). Þær eru nefndar
1677 og sagðar úr tré. Árið 1730 kernur
fram að kirkjan á oblátustokk, 1758 talað
Liljuármurfrá Asi. Ljósm.: Þjóðminjasafn
Islands, Ijósmyndari Ivar Brynjólfsson.
um skrúðastokk og oblátustokk og 1762
skrúðastokk og lítinn bakstursstokk. Árið
1763 á kirkjan „lítilfj örlegar baksturs-
eskjur“ en þrernur árum síðar eignast hún
öskjur úr máluðu blikki með loki á hjörum.
Hafa þær leyst tréöskjurnar af hólmi.
Biblíur
Árið 1576 átti kirkjan biblíu á „norrænu“
enda enginn biblía til á íslensku á þeim tíma.
í plöggunum frá Ási kemur fram að
umboðsmaður Brynjólfs hér eystra, Hjalti
Jónsson, gaf kirkjunni biblíu, að öllum
líkindum 1668. Það vekur því nokkra furðu að
ári síðar leysir Hjalti þessa sömu biblíu til sín
og greiðir Brynjólfi fyrir 4 ríxdali. Séra Einar
Jónsson tekur við peningunum og er hann
sagður skulda kirkjunni þessa upphæð 1677.
Aðeins tvær biblíur koma hér til greina:
Guðbrandsbiblía frá 1584 og Þorláksbiblía frá
91