Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 96
Múlaþing
Séra Cecil Haraldsson messar á Þórarinsstöðum.
©Minjasafn Austurlands 1999.
Kirkja þessi hefur brunnið til grunna. í
stoðarholunum mátti greina leifar brenndra
stoða en jafnframl mátti greina brunnið
stafverk kirkjunnar sem fallið hafði við
brunann í norður undan brekkunni þar sem
kirkjan stóð. Stuttu eftir brunann hefur kirkjan
verið endurgerð í stækkaðri mynd. Við
endurbyggingu hafa stoðarholur eldri kirkj-
unnar verið fylltar með steinum og möl, og
gólf hreinsað burtu. Til að stækka kirkju-
stæðið hefur fyllingu úr torfi verið hlaðið í
brekkuna norðan við kirkjuna. Fylling þessi •
var lögð yfir bmnnið stafverkið, serri um leið
varðveittist nánast í heilu lagi.
Kirkjan var stækkuð bæði til
norðurs og vesturs. Miðskip
yngri kirkjunnar mældist 4 m
breitt og 4,4 m langt að
innanmáli. Kórinn mældist
1,5 m á breidd og 2 m á lengd,
einnig að innanmáli. Stoðar-
holur fundust í sex homum
kirkjunnar, af sömu gerð og
þær sem fundust í þeirri eldri.
Stoðarholur yngri kirkjunnar
voru þó heldur minni að
þvermáli en stoðarholur eldri
kirkjunnar. Þvermál þeirra var
um 50-60 cm í miðskipi og
30-40 cm í kór.
Greining á viðarleifum úr
stoðarholunum leiddi í ljós að
báðar kirkjurnar vom byggð-
ar úr rekaviði,3 sem trúlega
var safnað saman af fjömm
Seyðisfjarðar. Stoðimar vom
úr lerki, eik og fum. I kómum
greindust einnig leifar af
bmnnu linditré. Líkneski og
kirkjuskreytingar miðalda
voru oft gerðar úr þessari
trjátegund, tmlega vegna þess hve auðvelt er
að nota hana til útskurðar.4 Linditré vex ekki
á Islandi og því hefur hér án efa verið um
innfluttan við að ræða, líklega útskorinn grip
sem hefur orðið eldinum að bráð þegar
kirkjan brann.
Timburkirkjurnar sem fundust á Þórarins-
stöðum sumarið 1998 em þær fyrstu sinnar
tegundar sem rannsakaðar hafa verið með
fomleifauppgrefti á íslandi. Báðar kirkjumar
vom byggðar í hinum þekkta stafverksstfl
með niðurgröfnum stoðum í homum.
Stafverksstfllinn á sér langa sögu og
flókna. Upphaf stflsins má rekja til bygginga á
3Greiningin var gerð af dr. Nicola Macchioni, skógfræðingi, hjá The Instituto Per La Ricerca Sul Legno í Flórens á Italíu.
4BIindheim 1993:161.
94