Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 101
Þórarinsstaðir í Seyðisfirði
8. gröf. Greina mátti mikið afkolum í mörgum gröfum í grafreitnum á Þórarinsstöðum. 1 þessari gröfvar
liinn látni jarðaður liggjandi á lilið. Ljósm.: Daniel Lindblad. ©Minjasafn Austurlands 1999.
hennar. Þama gæti verið um að ræða gröf
konu og barns frá fyrra byggingarstigi
kirkjunnar. Tvær aðrar barnagrafir em stað-
settar norðan kirkjunnar, nærri kómum, sem
einnig gætu tilheyrt þessu byggingarstigi og
þá jafnframt upphafsárum kristni á íslandi.
Þessi dreifing á gröfum eftir kyni og
aldri hinna jarðsettu bendir jafnframt til
þess að meðlimir fjölskyldna eða ákveðinna
ætta hafi ekki verið lagðir til sinnar hinstu
hvflu saman hlið við hlið í upphafi kristni,
eins og síðar varð. Sennilega hefur trúin á
lífið eftir dauðann verið annars eðlis á
þessum tíma, svo skömmu eftir kristnitöku,
en hún er í dag,
Urvinnsla á gögnum frá grafreitnum á
Þórarinsstöðum er mjög stutt á veg komin.
An efa á margt athyglisvert eftir að koma í
ljós að henni lokinni.
Munir
Margir merkir munir fundust við
fornleifarannsóknina á Þórarinsstöðum
sumrin 1998-1999. Sumarið 1998 fannst
steinkross, sá eini sem þá var til varðveittur,
heill á Islandi, tvö met og sörvistala.
Sumarið 1999 fundust enn fleiri munir,
þ.á.m. silfurhringur, silfurmynt, altaris-
steinn og tveir steinkrossar til viðbótar þeim
er fannst sumarið áður.
Silfurhringur
Silfurhringurinn fannst í gröf 22, sem er
í vestanverðum grafreitnum á Þórarins-
stöðum. I gröfinni fundust engin bein eða
tennur sem varpað gætu skýrara ljósi á
fundaraðstæður.
99