Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 102
Múlaþing
Fingurhringur úr silfri fannst í gröf 22. Skreyti
hans bendir til þess að hann hafi verið smíðaður á
síðari hluta víkingaaldar Ljósm.: Tryggvi Már
Ingvarsson. ©Minjasafn Austurlands 1999.
Af gerð hringsins má ráða að hann hafi
verið smíðaður á vrkingaöld. Hann er búinn
til úr sívölum teini sem tengdur hefur verið
saman með hnýtingu er myndar þannig
einfalt skraut. Þess konar hnýting var
almennt notuð við smíði ýmissa skartgripa,
s.s. armbauga og hringa, á síðari hluta
víkingaaldar1-' um alla norðanverða Evrópu.
Fingurhringar voru tiltölulega fátíðir
sem skart á vrkingaöld. Venjulega bar fólk
perlufestar og bauga úr silfri eða gulli um
háls sér og arma, en sjaldan fingurhringa.
Ennfremur var algengt að festa skart í
flíkur, bæði til skrauts og til þess að festa
þær saman.
Ovíst er hversu margir fingurhringar frá
víkingaöld hafa fundist á íslandi. Auk
hringsins, sem fannst á Þórarinsstöðum, er
einungis einn annar fingurhringur til varð-
veittur hérlendis. Hann fannst í kumli á
bænum Hafurbjarnarstöðum í Miðnes-
hreppi. Til eru sögusagnir um þrjá aðra
fingurhringa, sem eiga að hafa fundist
hérlendis.14 Þeir eru allir glataðir.15
Til gamans má geta þess hér að arm-
baugur sem tilheyrir silfursjóðnum, sem
fannst á Miðhúsum í upphafi áttunda ára-
tugarins, er smíðaður með sama hætti og
umræddur fingurhringur. Skreyti þeirra er
eins og handbragð það sama.
Mynt
Myntin sem fannst á Þórarinsstöðum er
úr silfri. Um er að ræða einn fjórða úr heilli
mynt. Myntbrotið flokkast vegna þess sem
svokallað bitsilfur. Bitsilfur, einnig nefnt
brotasilfur, er heiti á gjaldmiðli víkinga-
aldar sem innihélt klipptar myntir, arm-
bauga, teina og fleiri búta úr silfri.
Myntirnar voru oftast klipptar til helminga
eða í fjórðunga og greitt með þeim
þannig.16 Heilar myntir finnast sjaldan af
þessum sökum.
Tiltölulega auðvelt er að aldursgreina
myntir vegna þess að þær eru venjulega
slegnar fyrir ákveðna konunga og merktar
þeim. Myntin sem fannst á Þórarinsstöðum er
dönsk að uppruna, slegin í stjómartíð Harða
Knúts hins danska á ámnum 1040-1045.
Fáar stakar myntir hafa fundist á íslandi
hingað til. Aftur á móti eru til nokkrir
silfursjóðir, sem innihalda myntir, varðveittir
hérlendis. Stöku myntimar em nú sex talsins
að Þórarinsstaðamyntinni meðtalinni. Hún er
13U.þ.b. 950-1000.
14Brot úr silfurhring fannst sem lausafundur í kirkjugarðinum á Stóru-Boig undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum áratugum. Övíst er hvort þessi
hringur er frá víkingaöld eða ekki. Annar silfurhringur fannst við uppgröft í Viðey á Kollafirði árið 1988. Aldur hans er einnig óviss.
^Kristján Eldjám 1956:333.
^Vikingatidens ABC 1995:96.
100