Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 104
Múlaþing
Fjórðungur úr silfurmynt fannst norðan við
kirkjuna á Þórarinsstöðum. Með hjálp myntarinn-
ar er hægt að tímasetja eldra byggingarstig
kirkjunnar til fyrrihluta 11. aldar og það síðara til
síðarihluta sömu aldar. Ljósm.: Sófus Jóhannsson.
©Minjasafn Austurlands 1999.
komið fyrir í grafreitnum þar, sennilega um
kristnitöku, einungis sem táknum um með-
töku kristinnar trúar. Eftir að byggingu á kirkju
á staðnum lauk hefur þeim verið komið fyrir
við norður og austurhlið hennar, þ.e. þeirri hhð
hennar sem sneri í átt til sjávar. Líklega hafa
krossamir staðið þar á undirstöðu úr torfi og
grjóti.
Steinkrossar hafa tvisvar áður fundist við
uppgröft á Islandi. I báðum tilfellum er um
brot af krossum að ræða en krossamir frá
Þórarinsstöðum era aftur á móti heilir. Annað
þeirra brota, sem áður hafa fundist hérlendis,
er hluti af armi úr írskum krossi en það fannst
við uppgröft á kirkju á Stöng í Þjórsárdal.20
Hitt brotið fannst við uppgröft á klaustur-
rústunum í Viðey á Kollafirði. Stangarkrossinn
er líklega frá síðarihluta 10. aldar en aldur
Viðeyjarkrossins er óviss.
Samantekt
Stafkirkjur með niðurgröfnum homstoð-
um vom fyrst reistar í Skandinavíu um og fyrir
1050.21 Þetta á jafnt við öll skandinavísku
löndin, þó kristnin hafi ekki verið lögtekin á
sama tíma í öllum löndunum. Þessar elstu
timburkirkjur sögunnar em venjulega kallaðar
trúboðakirkjur vegna einfaldleika þeirra og
aldurs.
Engin stafkirkja með niðurgröfnum hom-
stöfum er til varðveitt á Norðurlöndum. Þær
stafkirkjur sem enn standa uppi, s.s. Umes-
kirkja í Noregi, em ekki byggðar með niður-
gröfnum homstoðum. Þær em því sagðar
tilheyra annarri kynslóð stafkirkna en þær með
niðurgröfnu homstoðunum, þeirri fyrstu.22
Byggingarlag stafkirkna af fyrstu kynslóð
er af þessum sökum umdeilt og telja margir
réttast að kalla þessar kirkjur því einfalda og
hlutlausa nafni timburkirkja. Sumir telja
jafnvel að þær byggingar sem fundist hafa í
grunnum staf- eða steinkirkna, og hafa
niðurgrafna homstafi, séu ekki leifar elstu
20Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996:133.
21Christie 1981:174, Hauglid 1989:171,Skre 1995:215.
22Christie 1981:213.
102